Körfubolti

Garnett með flest varnarfráköst í sögu NBA | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garnett í kunnuglegri stöðu undir körfunni.
Garnett í kunnuglegri stöðu undir körfunni. vísir/getty
Kevin Garnett komst í nótt í efsta sæti listans yfir þá leikmenn sem hafa tekið flest varnarfráköst í NBA-deildinni í körfubolta.

Hinn 39 ára Garnett bætti met Karl Malone þegar Minnesota Timberwolves tapaði með þremur stigum, 108-111, fyrir Denver Nuggets í nótt.

Garnett tók alls fjögur fráköst í leiknum og er því kominn með 11.409 varnarfráköst á ferlinum, þremur meira en Malone tók á 19 ára ferli sínum í NBA (1985-2004).

Garnett er á sínu 21. tímabili í NBA en hann sneri aftur til Minnesota í febrúar eftir tæplega áratugs útlegð. Garnett hefur tekið 5,0 fráköst að meðaltali í leik í vetur.

Flest varnarfráköst í sögu NBA:

1. Kevin Garnett - 11.409

2. Karl Malone - 11.406

3. Tim Duncan - 11.040

4. Robert Parish - 10.117

5. Hakeem Olajuwon - 9714

6. Moses Malone - 9481

7. Kareem Abdul-Jabbar - 9394

8. Shaquille O'Neal - 8890

9. Patrick Ewing - 8855

10. Dirk Nowitzki - 8825

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×