Viðar: Viljum ekki kaupa einhverja mömmustráka Daníel Rúnarsson í Þorlákshöfn skrifar 11. desember 2015 21:42 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir/Anton Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15