Tjón Landsnets vegna óveðursins um 120 milljónir Birgir Olgeirsson- skrifar 11. desember 2015 16:18 Séð inn Dýrafjörð frá Þingeyri en 20 möstur gáfu sig þar í óveðrinu. Vísir Forstjóri Landsnets segir að beint tjón fyrirtækisins vegna óveðursins sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar sé um 120 milljónir króna. Fyrirtækið telur þó afleitt tjón samfélagsins vera enn meira. „Það er afar líklegt að notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í óveðrinu á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags ef styrkingar og endurbætur á flutningskerfinu hefðu verið komnar til framkvæmda. Það voru eingöngu eldri flutningslínur með trémöstrum sem skemmdust. Stærri línurnar okkar, sem eru bæði nýrri og með stálgrindarmöstrum, stóðust veðurálagið eins og til dæmis á Hallormsstaðarhálsi þar sem vindstyrkurinn fór yfir 72 metra á sekúndu í hviðum,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Trémöstur sem gáfu sig – stóru línurnar stóðust veðurálagið Alls brotnuðu 30 möstur í flutningskerfi Landsnets vegna vindálags og ísingar í fárviðrinu í byrjun vikunnar. Mest varð tjónið á Vestfjörðum þar sem 20 möstur gáfu sig í Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði. Á Norðurlandi brotnuðu tvö möstur í Rangárvallalínu 1 í Blönduhlíð í Skagafirði og fjögur möstur í Kópaskerslínu 1. Á Austurlandi brotnuðu 4 möstur í Teigarhornslínu 1, rétt sunnan við Hryggstekk í Skriðdal. Skemmdir urðu einnig á Eyvindarálínu 1, milli Hryggstekks og Egilsstaða og á Prestbakkalínu 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð. Viðgerð er lokið, nema á Breiðadalslínu sem á að komast í rekstur á ný á sunnudag. Nú liggur fyrir að tjón Landsnets vegna óveðursins er rétt um 120 milljónir króna. Um 80 milljónir eru vegna viðgerðarkostnaðar, þar af eru 60 milljónir vegna tjóns á Vestfjörðum, en tæplega 40 milljónir vegna framleiðslu varafls með dísilvélum. Þar er hlutur varaaflsstöðvar Landsnets á Vestfjörðum langstærstur, eða um 30 milljónir króna, sem er aðallega olíukostnaður.Línur á lægri spennu í jörð en styrkja loftlínur á hærri spennu „Þær miklu skemmdir sem urðu á 66 kílóvolta (kV) kerfinu á Vestfjörðum eru dýrar, bæði fyrir okkur og Orkubú Vestfjarða. Þetta er því hvatning fyrir okkur um að halda áfram þeirri vinnu sem verið hefur í gangi á undanförnum misserum við að leggja 60 kV, og reyndar líka eftir atvikum 132 kV kerfin okkar í kapal þegar nýjar línur eru lagðar eða komið er að endurnýjun,“ segir Guðmundur Ingi. Sú krítíska staða sem rekstur flutningskerfisins var í á mánudagskvöldið er sögð sýna hversu brýnt er að fjölga flutningslínum sem þola betur veðurálag. Jafnframt þarf að styrkja tengingar milli landshluta og fjölga línum. Þannig megi ætla að Blöndulína 3, sem Landsnet hefur unnið að í sjö ár, hefði getað komið í veg fyrir straumleysið sem varð á Akureyri og í Eyjafirði ef hún hefði verið komin í gagnið. Sömuleiðis hefði Kröflulína 3, sem verið hefur á döfinni hjá Landsneti í nokkur ár, styrkt raforkuflutning á Austurlandi og gert resktur flutningskerfisins mun öruggari. Veður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir að beint tjón fyrirtækisins vegna óveðursins sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar sé um 120 milljónir króna. Fyrirtækið telur þó afleitt tjón samfélagsins vera enn meira. „Það er afar líklegt að notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í óveðrinu á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags ef styrkingar og endurbætur á flutningskerfinu hefðu verið komnar til framkvæmda. Það voru eingöngu eldri flutningslínur með trémöstrum sem skemmdust. Stærri línurnar okkar, sem eru bæði nýrri og með stálgrindarmöstrum, stóðust veðurálagið eins og til dæmis á Hallormsstaðarhálsi þar sem vindstyrkurinn fór yfir 72 metra á sekúndu í hviðum,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Trémöstur sem gáfu sig – stóru línurnar stóðust veðurálagið Alls brotnuðu 30 möstur í flutningskerfi Landsnets vegna vindálags og ísingar í fárviðrinu í byrjun vikunnar. Mest varð tjónið á Vestfjörðum þar sem 20 möstur gáfu sig í Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði. Á Norðurlandi brotnuðu tvö möstur í Rangárvallalínu 1 í Blönduhlíð í Skagafirði og fjögur möstur í Kópaskerslínu 1. Á Austurlandi brotnuðu 4 möstur í Teigarhornslínu 1, rétt sunnan við Hryggstekk í Skriðdal. Skemmdir urðu einnig á Eyvindarálínu 1, milli Hryggstekks og Egilsstaða og á Prestbakkalínu 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð. Viðgerð er lokið, nema á Breiðadalslínu sem á að komast í rekstur á ný á sunnudag. Nú liggur fyrir að tjón Landsnets vegna óveðursins er rétt um 120 milljónir króna. Um 80 milljónir eru vegna viðgerðarkostnaðar, þar af eru 60 milljónir vegna tjóns á Vestfjörðum, en tæplega 40 milljónir vegna framleiðslu varafls með dísilvélum. Þar er hlutur varaaflsstöðvar Landsnets á Vestfjörðum langstærstur, eða um 30 milljónir króna, sem er aðallega olíukostnaður.Línur á lægri spennu í jörð en styrkja loftlínur á hærri spennu „Þær miklu skemmdir sem urðu á 66 kílóvolta (kV) kerfinu á Vestfjörðum eru dýrar, bæði fyrir okkur og Orkubú Vestfjarða. Þetta er því hvatning fyrir okkur um að halda áfram þeirri vinnu sem verið hefur í gangi á undanförnum misserum við að leggja 60 kV, og reyndar líka eftir atvikum 132 kV kerfin okkar í kapal þegar nýjar línur eru lagðar eða komið er að endurnýjun,“ segir Guðmundur Ingi. Sú krítíska staða sem rekstur flutningskerfisins var í á mánudagskvöldið er sögð sýna hversu brýnt er að fjölga flutningslínum sem þola betur veðurálag. Jafnframt þarf að styrkja tengingar milli landshluta og fjölga línum. Þannig megi ætla að Blöndulína 3, sem Landsnet hefur unnið að í sjö ár, hefði getað komið í veg fyrir straumleysið sem varð á Akureyri og í Eyjafirði ef hún hefði verið komin í gagnið. Sömuleiðis hefði Kröflulína 3, sem verið hefur á döfinni hjá Landsneti í nokkur ár, styrkt raforkuflutning á Austurlandi og gert resktur flutningskerfisins mun öruggari.
Veður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira