Gunnar Nelson mætir goðsögn í UFC-heiminum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 08:00 Maia vann Bandaríkjamanninn Neil Magny á uppgjafartaki í annarri lotu þegar kapparnir mættust í Ríó í Brasilíu í byrjun ágústmánaðar. Vísir/Getty Gunnar Nelson hefur talað um að það sé frábært að ná að keppa gegn Brasilíumanninum Damian Maia áður en hann hættir. Maia er tiltölulega nýorðinn 38 ára og á glæsilegan feril að baki. Miðað við orð hans er nóg eftir af þeim ferli og Gunnar hefði þess vegna getað mætt honum eftir nokkur ár. „Mér líður sífellt betur síðustu árin. Líkaminn er í góðu standi og ég vonast til þess að keppa í þrjú til fjögur ár í viðbót. Ef ég held áfram að bæta mig þá mun ég halda áfram að berjast.“ Maia er goðsögn í UFC-heiminum sem og í jiu jitsu-heiminum. Þar er hann fimmfaldur meistari. Hann var fyrst í millivigt og færði sig síðan í veltivigtina. Hann hefur staðið sig frábærlega í báðum þyngdarflokkum og mætt mörgum af betri bardagamönnum í sögu UFC.Sjá einnig:Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu Nægir þar að nefna menn eins og Anderson Silva, Chael Sonnen, Chris Weidman (núverandi heimsmeistari í millivigt sem keppir líka á laugardaginn), Dong Hyun Kim og Rick Story, sem er sá eini sem hefur unnið Gunnar. Maia kláraði Story í fyrstu lotu. Hann er því gríðarlega reyndur og hefur aldrei tapað í veltivigtinni á rothöggi eða hengingu. Eftir tvö töp í röð síðla árs 2013 og í byrjun árs 2014 fóru margir að afskrifa þennan frábæra bardagamann. Þá herti hann sig upp og er búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Það gegn mönnum sem hafa verið á topp 15 á styrkleikalistanum. Sjálfur er Maia í sjötta sæti þar en Gunnar í því tólfta. Gunnar hefur einnig talað um að sigur gegn Maia, sérstaklega sannfærandi, muni skjóta honum upp styrkleikalistann og koma honum nálægt titilbardaga. Maia hugsar nákvæmlega það sama. „Ég stefni á beltið og það er ástæðan fyrir því að ég samþykkti þennan bardaga. Ég veit að Gunnar er hátt skrifaður hjá bæði UFC og aðdáendum íþróttarinnar. Þeim finnst hann vera frábær bardagamaður. Ef ég vinn hann er aldrei að vita nema ég fái mitt færi á titlinum,“ segir Maia ákveðinn en hversu sannfærður er hann um sigur? „Við bardagamenn erum alltaf bjartsýnir og ég efast ekkert um að Gunnar sé líka mjög bjartsýnn. Ég er líklega búinn að taka bestu æfingabúðir lífs míns og á laugardag stíg ég í búrið og reyni að sýna allt það sem ég kann.“Sjá einnig:Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Maia talar vel um Gunnar og ber augljóslega mikla virðingu fyrir honum. Þetta verður sérstakur bardagi því Maia verður sá fyrsti sem vill fara í gólfið með Gunnari. „Gunnar er mjög hæfileikaríkur. Er með gott box, gott jiu jitsu og glímu. Ég þarf að passa mig á honum og verð að halda einbeitingu allan tímann. Ég má ekki gera mistök heldur verð ég að láta hann gera mistök.“ MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30 Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Nú eru aðeins nokkrir dagar í að Gunnar Nelson stígi í búrið aftur. Á laugardaginn mætir Gunnar hinum reynda Demian Maia í sínum erfiðasta bardaga á ferlinum. 9. desember 2015 10:00 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Gunnar Nelson hefur talað um að það sé frábært að ná að keppa gegn Brasilíumanninum Damian Maia áður en hann hættir. Maia er tiltölulega nýorðinn 38 ára og á glæsilegan feril að baki. Miðað við orð hans er nóg eftir af þeim ferli og Gunnar hefði þess vegna getað mætt honum eftir nokkur ár. „Mér líður sífellt betur síðustu árin. Líkaminn er í góðu standi og ég vonast til þess að keppa í þrjú til fjögur ár í viðbót. Ef ég held áfram að bæta mig þá mun ég halda áfram að berjast.“ Maia er goðsögn í UFC-heiminum sem og í jiu jitsu-heiminum. Þar er hann fimmfaldur meistari. Hann var fyrst í millivigt og færði sig síðan í veltivigtina. Hann hefur staðið sig frábærlega í báðum þyngdarflokkum og mætt mörgum af betri bardagamönnum í sögu UFC.Sjá einnig:Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu Nægir þar að nefna menn eins og Anderson Silva, Chael Sonnen, Chris Weidman (núverandi heimsmeistari í millivigt sem keppir líka á laugardaginn), Dong Hyun Kim og Rick Story, sem er sá eini sem hefur unnið Gunnar. Maia kláraði Story í fyrstu lotu. Hann er því gríðarlega reyndur og hefur aldrei tapað í veltivigtinni á rothöggi eða hengingu. Eftir tvö töp í röð síðla árs 2013 og í byrjun árs 2014 fóru margir að afskrifa þennan frábæra bardagamann. Þá herti hann sig upp og er búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Það gegn mönnum sem hafa verið á topp 15 á styrkleikalistanum. Sjálfur er Maia í sjötta sæti þar en Gunnar í því tólfta. Gunnar hefur einnig talað um að sigur gegn Maia, sérstaklega sannfærandi, muni skjóta honum upp styrkleikalistann og koma honum nálægt titilbardaga. Maia hugsar nákvæmlega það sama. „Ég stefni á beltið og það er ástæðan fyrir því að ég samþykkti þennan bardaga. Ég veit að Gunnar er hátt skrifaður hjá bæði UFC og aðdáendum íþróttarinnar. Þeim finnst hann vera frábær bardagamaður. Ef ég vinn hann er aldrei að vita nema ég fái mitt færi á titlinum,“ segir Maia ákveðinn en hversu sannfærður er hann um sigur? „Við bardagamenn erum alltaf bjartsýnir og ég efast ekkert um að Gunnar sé líka mjög bjartsýnn. Ég er líklega búinn að taka bestu æfingabúðir lífs míns og á laugardag stíg ég í búrið og reyni að sýna allt það sem ég kann.“Sjá einnig:Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Maia talar vel um Gunnar og ber augljóslega mikla virðingu fyrir honum. Þetta verður sérstakur bardagi því Maia verður sá fyrsti sem vill fara í gólfið með Gunnari. „Gunnar er mjög hæfileikaríkur. Er með gott box, gott jiu jitsu og glímu. Ég þarf að passa mig á honum og verð að halda einbeitingu allan tímann. Ég má ekki gera mistök heldur verð ég að láta hann gera mistök.“
MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30 Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Nú eru aðeins nokkrir dagar í að Gunnar Nelson stígi í búrið aftur. Á laugardaginn mætir Gunnar hinum reynda Demian Maia í sínum erfiðasta bardaga á ferlinum. 9. desember 2015 10:00 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30
Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45
Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30
Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Nú eru aðeins nokkrir dagar í að Gunnar Nelson stígi í búrið aftur. Á laugardaginn mætir Gunnar hinum reynda Demian Maia í sínum erfiðasta bardaga á ferlinum. 9. desember 2015 10:00
Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37