„Ég er birtingarmynd málsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2015 18:15 „Ég held að fólk haldi greinilega að ég hafi miklu meiri aðkomu að málinu en ég hef og kannski af því að það er svo stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið, sem það hefur ekki lengur. Þannig að ég er birtingarmynd málsins, jafnvel þótt að ég hafi ekki getað haft nein áhrif á það.“ Þetta segir Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, um þá ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa 27 einstaklingum frá Íslandi í nótt og í morgun. Um var að ræða fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu. Fjölskyldurnar frá Albaníu hafa vakið hvað mesta athygli, en í báðum þeirra eru veik börn. Ólöf segist ekki hafa haft beina aðkomu að málinu og það hafi ekki farið fyrir kærunefnd útlendingamála.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar „Það sem ég get gert er að fara yfir það hvort að með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmdinni. Svo getum við alltaf rætt það hvort að reglurnar séu eins og þær eigi að vera og svo framvegis.“ Báðar albönsku fjölskyldurnar sem voru sendar úr landi í nótt höfðu ákveðið að una við ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á hæli og höfðu dregið til baka kærur sínar til kærunefndar útlendingamála.Sjá einnig: Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Ég hef ekki beina aðkomu að málinu og ég held að það hafi verið samstaða um það að það sé ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu með tilviljanakenndum ákvörðunum að gera það.“Erfiðar ákvarðanir Ólöf hefur ekki séð rökstuðning Útlendingastofnunar í málum veiku barnanna tveggja sem voru flutt af landi brott í nótt. Hún segist hafa fylgst með þessu máli í fréttum og hún geri sér grein fyrir því að þetta séu ekki auðveldar ákvarðanir fyrir starfsmenn Útlendingastofnunar að taka. „Ég held að það skipti máli að koma því til skila að þetta eru erfið mál fyrir alla. Þetta eru einstaklingar í viðkvæmri stöðu og við skiljum það öll.“ Lögfræðingar fjölskyldnanna hafa bent á að þau hefðu alveg eins átt von á því að þær fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ólöf segist ekki geta sagt til um það með afgerandi hætti hvort það hafi reynt á það gagnvart börnunum. Þar sem þessi mál koma ekki inn á hennar borð og hún þekkir þau ekki til hlítar.Undirskriftasöfnun hefur verið sett af stað þar sem farið er fram á að Ólöf Nordal segi af sér vegna málsins. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4.500 manns skrifað undir hana.Stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið „Ég held að fólk haldi greinilega að ég hafi miklu meiri aðkomu að málinu en ég hef og kannski af því að það er svo stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið, sem það hefur ekki lengur. Þannig að ég er birtingarmynd málsins, jafnvel þótt að ég hafi ekki getað haft nein áhrif á það.“ Ólöf segist skilja þessar tilfinningar. „Við erum öll manneskjur og ég skil það. Mér finnst vont að lesa það að ég sé ómanneskjuleg og að ég hafi engar tilfinningar gagnvart þessu fólki. Það er ekki þannig. Við verðum samt að gera hlutina með réttum hætti.“ Hún ætlar að skoða þetta mál nánar og segir að eflaust megi læra af því. „Ég held að við þurfum að gera betur í því að byggja upp traust á milli þeirra stofnana sem að taka þessar þungu ákvarðanir og síðan almennings sem að horfir á og verður óttasleginn og finnur til með fólkinu. Við þurfum að gera betur þarna. Ég sé það og tek undir það.“ Flóttamenn Tengdar fréttir „Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. 10. desember 2015 11:17 Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. 21. október 2015 19:11 Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. 9. desember 2015 20:15 Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vísar gagnrýni Kristrúnar Elsu Harðardóttur til föðurhúsanna og telur málflutning hennar ekki sæmandi. 10. desember 2015 16:34 Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
„Ég held að fólk haldi greinilega að ég hafi miklu meiri aðkomu að málinu en ég hef og kannski af því að það er svo stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið, sem það hefur ekki lengur. Þannig að ég er birtingarmynd málsins, jafnvel þótt að ég hafi ekki getað haft nein áhrif á það.“ Þetta segir Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, um þá ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa 27 einstaklingum frá Íslandi í nótt og í morgun. Um var að ræða fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu. Fjölskyldurnar frá Albaníu hafa vakið hvað mesta athygli, en í báðum þeirra eru veik börn. Ólöf segist ekki hafa haft beina aðkomu að málinu og það hafi ekki farið fyrir kærunefnd útlendingamála.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar „Það sem ég get gert er að fara yfir það hvort að með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmdinni. Svo getum við alltaf rætt það hvort að reglurnar séu eins og þær eigi að vera og svo framvegis.“ Báðar albönsku fjölskyldurnar sem voru sendar úr landi í nótt höfðu ákveðið að una við ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á hæli og höfðu dregið til baka kærur sínar til kærunefndar útlendingamála.Sjá einnig: Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Ég hef ekki beina aðkomu að málinu og ég held að það hafi verið samstaða um það að það sé ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu með tilviljanakenndum ákvörðunum að gera það.“Erfiðar ákvarðanir Ólöf hefur ekki séð rökstuðning Útlendingastofnunar í málum veiku barnanna tveggja sem voru flutt af landi brott í nótt. Hún segist hafa fylgst með þessu máli í fréttum og hún geri sér grein fyrir því að þetta séu ekki auðveldar ákvarðanir fyrir starfsmenn Útlendingastofnunar að taka. „Ég held að það skipti máli að koma því til skila að þetta eru erfið mál fyrir alla. Þetta eru einstaklingar í viðkvæmri stöðu og við skiljum það öll.“ Lögfræðingar fjölskyldnanna hafa bent á að þau hefðu alveg eins átt von á því að þær fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ólöf segist ekki geta sagt til um það með afgerandi hætti hvort það hafi reynt á það gagnvart börnunum. Þar sem þessi mál koma ekki inn á hennar borð og hún þekkir þau ekki til hlítar.Undirskriftasöfnun hefur verið sett af stað þar sem farið er fram á að Ólöf Nordal segi af sér vegna málsins. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4.500 manns skrifað undir hana.Stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið „Ég held að fólk haldi greinilega að ég hafi miklu meiri aðkomu að málinu en ég hef og kannski af því að það er svo stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið, sem það hefur ekki lengur. Þannig að ég er birtingarmynd málsins, jafnvel þótt að ég hafi ekki getað haft nein áhrif á það.“ Ólöf segist skilja þessar tilfinningar. „Við erum öll manneskjur og ég skil það. Mér finnst vont að lesa það að ég sé ómanneskjuleg og að ég hafi engar tilfinningar gagnvart þessu fólki. Það er ekki þannig. Við verðum samt að gera hlutina með réttum hætti.“ Hún ætlar að skoða þetta mál nánar og segir að eflaust megi læra af því. „Ég held að við þurfum að gera betur í því að byggja upp traust á milli þeirra stofnana sem að taka þessar þungu ákvarðanir og síðan almennings sem að horfir á og verður óttasleginn og finnur til með fólkinu. Við þurfum að gera betur þarna. Ég sé það og tek undir það.“
Flóttamenn Tengdar fréttir „Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. 10. desember 2015 11:17 Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. 21. október 2015 19:11 Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. 9. desember 2015 20:15 Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vísar gagnrýni Kristrúnar Elsu Harðardóttur til föðurhúsanna og telur málflutning hennar ekki sæmandi. 10. desember 2015 16:34 Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
„Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. 10. desember 2015 11:17
Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. 21. október 2015 19:11
Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. 9. desember 2015 20:15
Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vísar gagnrýni Kristrúnar Elsu Harðardóttur til föðurhúsanna og telur málflutning hennar ekki sæmandi. 10. desember 2015 16:34
Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58