Körfubolti

Harden sýndi sitt rétta andlit í sigri Houston

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James Harden var frábær í nótt.
James Harden var frábær í nótt. vísir/getty
Houston Rockets (11-12) vann flottan útisigur á Washington Wizards (9-11) í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem James Harden átti frábæran leik.

Harden var skelfilegur í fyrrinótt þar sem hann skoraði aðeins tíu stig, en það var versta frammistaða hans á tímabiilinu.

Hann sýndi sitt rétt andlit og skegg í nótt þegar hann skoraði 42 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar er hann leiddi sína menn til sigurs, 109-103.

Harden skoraði 19 stig í fyrri hálfleik og bætti við öðrum 16 stigum í þriðja leikhluta. Þar skoraði hann 16 af 26 stigum liðsins. Eina slæma við kvöldið hjá Harden var að hann tapaði boltanum sjö sinnum.

Kobe Bryant á ferðinni gegn Minnesota.vísir/gett
Toronto Raptors (14-9) vann glæsilegan heimasigur á næst efsta liði vestursins, San Antonio Spurs (18-5), 97-94.

DeMar DeRozan átti mjög góðan leik og skoraði 28 stig, en hann hitti úr 10 af 15 skotum sínum í teignum og öllum átta vítaskotunum.

LaMarcus Aldridge var eini leikmaðurinn í byrjunarliði Spurs sem skoraði yfir tíu stig, en hann skoraði þrettán. Manu Ginobili kom inn af bekknum með 17 stig og David West tíu stig.

Los Angeles Lakers (3-19) er áfram í ruglinu en liðið tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves (9-12) í nótt, 123-122.

Kobe Bryant var duglegur að skjóta að vanda, en hann skoraði ellefu stig og hitti úr fimm af þrettán skotum sínum.

D'Angelo Russell var stigahæstur gestanna frá Englaborginni með 23 stig en Kevin Martin skoraði 37 stig fyrir Minnesota og nýliðinn Karl-Anthony Towns skoraði 26 stig og tók 14 fráköst.

Úrslit næturinnar:

Boston Celtics - Chicago Bulls 105-100

Charlotte Hornets - Miami Heat 99-81

Washington Wizards - Houston Rockets 103-109

Detroit Pistons - Memphis Grizzliez 92-93

Toronto Raptors - San Antonio Spurs 97-94

Milwaukee Bucks - LA Clippers 95-109

Minnesota Timberwolves - LA Lakers 123-122

Phoenix Suns - Orlando Magic 107-104

Utah Jazz - NY Knicks 106-85

Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 95-98

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×