Tekið að hvessa á Suðausturlandi - fylgstu með lægðinni Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2015 21:45 Veðurstofa varar við ofsaveðri og jafnvel fárviðri í nótt. Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina. Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina.
Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22
Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23
Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40