Þjóðvegi 1 í Öræfasveit verður lokað frá klukkan 19:00 í kvöld vegna væntanlegs ofsaveðurs. Búist er við öflugum vindhviðum á þessum slóðum í kvöld og nótt og hefur Lögreglan á Suðurlandi ákveðið að loka fyrir umferð bíla á þessum tíma. Vegurinn verður opnaður á ný þegar það verður metið óhætt.
Almannanefnd fjarða hefur biðlað til vegfarenda að vera ekki á ferðinni að óþörfu í kvöld, nótt og fyrramálið vegna veðurs. Einnig hefur verið biðlað til íbúa að passa upp á lausamuni í kringum hús sín. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar má gera ráð fyrir sterkum vindi frá Austurlandi og vestur að Hvolsvelli.
