Danska stórskyttan Lasse Andersson er á förum frá KIF Kolding í sumar.
Umboðsmaður hans hefur staðfest að Andersson muni ganga í raðir erlends félags næsta sumar en vill ekki staðfesta hvaða félag það er.
Heimildir erlendra fjölmiðla herma að skyttan magnaða sé á leið til Barcelona. Fleiri félög hafa þó örugglega áhuga.
Andersson hefur farið mikinn með Kolding í vetur og raðaði til að mynda inn mörkum gegn Barcelona í Meistaradeildinni og því ekki skrítið að félagið vilji fá hann.
Andersson er aðeins 21 árs gamall og verður væntanlega í eldlínunni með danska landsliðinu á EM.
Andersson sagður vera á leið til Barcelona
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn