Nýliðinn Tevin Coleman verður ekki með Atlanta Falcons í leik liðsins gegn Carolina Panthers um helgina eftir að hafa fengið heilahristing þegar hann rann í sturtu á dögunum.
Coleman sem var valinn með 73. valrétt af Atlanta Falcons í vor hefur fallið í skugga hlauparans Devonta Freeman í liði Falcons í vetur en hann hefur verið annar valkostur liðsins.
Coleman verður því ekki með liðinu í næst seinasta leik tímabilsins gegn toppliði Panthers sem Atlanta Falcons verður að vinna en NFL-deildin er með strangar reglur hvenær leikmönnum er hleypt aftur inn á völlinn eftir heilahristing.
Missir af leik helgarinnar eftir að hafa runnið í sturtu
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn


„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn




