Austan 8-15 m/2 dálítil snjókoma eða él verða við suðvesturströndina eftir hádegi en annars yfirleitt hæg og suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað.
Frost verður á bilinu 5-20 stig og kaldast í innsveitum Norðan- og Austanlands. Víða má eiga von á því að sólin láti sjá sig og ylji fólki örlítið í fimbulkuldanum.
Á morgun er von á Suðaustan 10-15 m/s og skúrum eða éljum Sunnan- og Vestanlands. Annars hægari og úrkomulítið og dregur talsvert úr frosti og hlánar syðst.
