Það verður fullt tungl á jóladag í ár og það í fyrsta skipti í 38 ár.
Svo skemmtilega vill til að seinast þegar það var fullt tungl á jólum var einnig frumsýningarár Star Wars-myndar, og það þeirrar fyrstu sem heitir einfaldlega Star Wars, en í ár var sjöunda Star Wars-myndin frumsýnd, Star Wars: The Force Awakens.
Tunglið verður orðið fullt klukkan 11.11 á jóladagsmorgun en næst verður fullt tungl á jólum eftir 19 ár, árið 2034.
Fullt tungl á jóladag í fyrsta skipti í 38 ár
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
