Ísland í dag: Fékk nýra úr gömlum skólabróður í jólagjöf Bjarki Ármannsson skrifar 21. desember 2015 20:30 Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira