Bestu stjörnuljósmyndir ársins: Geimurinn gegnum linsuna Svavar Hávarðsson skrifar 20. desember 2015 13:00 Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið. Svo komast aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] að orði en þeir hafa sjötta árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndum ársins 2015. Þær eru valdar út frá fegurð en ekki síður vísindalegu mikilvægi. PlútóMynd: NASA/JHUAPL/SRI Hinn 14. júlí 2015 var Plútó heimsóttur í fyrsta sinn þegar New Horizons þaut framhjá dvergreikistjörnunni fjarlægu. Ótrúlegar nærmyndir sýndu rúmlega 3 km há fjöll úr vatnsís, jökla úr nitri, nitursléttur með frosttíglum. Plútó reyndist rauðleitur vegna kolefnasambanda sem brotna niður í lofthjúpnum í útfjólubláa ljósinu frá sólinni . Stjörnustólpar í ArnarþokunniMynd: NASA/ESA/Hubble & Hubble Heritage Team Tuttugu árum eftir að Hubble geimsjónaukinn tók eina frægustu mynd sína af gas- og rykstólpunum í Arnarþokunni beindi sjónaukinn myndavélum sínum að stólpunum á ný. Í þeim eru stjörnur að fæðast og sólkerfi að myndast. Full jörð: Fullt tunglMynd: NASA/NOAA Móðir Jörð og Máninn hennar. Þessi óvenjulega mynd var tekin með EPIC myndavélinni í DSCOVR gervitungli NASA 16. júlí 2015. Jörðin er að fullu upplýst sem og fjærhlið tunglsins, svo myndin er tekin í kringum nýtt tungl. Dökki bletturinn ofarlega á tunglinu er kallaður Moskvuhafið en á Jörðinni sést í norðurpólinn, Kyrrahaf og Norður- og Suður-Ameríku. BlæjanMynd: NASA/ESA og Hubble Heritage Team Fyrir um 8.000 árum sprakk stjarna í 2.100 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Leifar hennar dreifðust um geiminn og rákust síðan á efni milli stjarnanna á 1,5 milljóna km hraða á klukkustund og tóku þá að glóa. Litadýrðin í þessum gasþráðum stafar af mismunandi og misheitu efni. Rósrauði svanurinnMynd: ESO Stjörnur fæðast í stórum gas- og rykskýjum eða geimþokum í Vetrarbrautinni okkar. Hér sést stjörnuverksmiðja sem heitir Messier 17 en er stundum kölluð Svansþokan eða Omegaþokan og stundum Humarþokan. Rauði bjarminn stafar af glóandi vetnisgasi, aðalhráefnið í nýjar stjörnur. Á myndinni eru yngstu stjörnurnar bláleitar. Fréttir ársins 2015 Geimurinn Ljósmyndun Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið. Svo komast aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] að orði en þeir hafa sjötta árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndum ársins 2015. Þær eru valdar út frá fegurð en ekki síður vísindalegu mikilvægi. PlútóMynd: NASA/JHUAPL/SRI Hinn 14. júlí 2015 var Plútó heimsóttur í fyrsta sinn þegar New Horizons þaut framhjá dvergreikistjörnunni fjarlægu. Ótrúlegar nærmyndir sýndu rúmlega 3 km há fjöll úr vatnsís, jökla úr nitri, nitursléttur með frosttíglum. Plútó reyndist rauðleitur vegna kolefnasambanda sem brotna niður í lofthjúpnum í útfjólubláa ljósinu frá sólinni . Stjörnustólpar í ArnarþokunniMynd: NASA/ESA/Hubble & Hubble Heritage Team Tuttugu árum eftir að Hubble geimsjónaukinn tók eina frægustu mynd sína af gas- og rykstólpunum í Arnarþokunni beindi sjónaukinn myndavélum sínum að stólpunum á ný. Í þeim eru stjörnur að fæðast og sólkerfi að myndast. Full jörð: Fullt tunglMynd: NASA/NOAA Móðir Jörð og Máninn hennar. Þessi óvenjulega mynd var tekin með EPIC myndavélinni í DSCOVR gervitungli NASA 16. júlí 2015. Jörðin er að fullu upplýst sem og fjærhlið tunglsins, svo myndin er tekin í kringum nýtt tungl. Dökki bletturinn ofarlega á tunglinu er kallaður Moskvuhafið en á Jörðinni sést í norðurpólinn, Kyrrahaf og Norður- og Suður-Ameríku. BlæjanMynd: NASA/ESA og Hubble Heritage Team Fyrir um 8.000 árum sprakk stjarna í 2.100 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Leifar hennar dreifðust um geiminn og rákust síðan á efni milli stjarnanna á 1,5 milljóna km hraða á klukkustund og tóku þá að glóa. Litadýrðin í þessum gasþráðum stafar af mismunandi og misheitu efni. Rósrauði svanurinnMynd: ESO Stjörnur fæðast í stórum gas- og rykskýjum eða geimþokum í Vetrarbrautinni okkar. Hér sést stjörnuverksmiðja sem heitir Messier 17 en er stundum kölluð Svansþokan eða Omegaþokan og stundum Humarþokan. Rauði bjarminn stafar af glóandi vetnisgasi, aðalhráefnið í nýjar stjörnur. Á myndinni eru yngstu stjörnurnar bláleitar.
Fréttir ársins 2015 Geimurinn Ljósmyndun Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira