Fótbolti

Lippi: Ancelotti er besti þjálfari í heimi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ancelotti hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang.
Ancelotti hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. vísir/getty
Ítalinn Marcelo Lippi segir að landi sinn, Carlo Ancelotti, sé besti þjálfari heims.

Nýverið var gengið frá því að Ancelotti myndi taka við Bayern München af Pep Guardiola í sumar og Lippi hefur fulla trú á að liðið muni njóta áframhaldandi velgengni undir stjórn Ancelottis.

Lippi hefur þó mikið álit á Guardiola og segir að hann hafi búið til sterkasta lið allra tíma hjá Barcelona.

"Barcelona vann allt sem hægt var að vinna og markaði djúp spor í fótboltasöguna. Guardiola er einn af 2-3 bestu þjálfurum heims í dag en fyrsta sætið er frátekið fyrir Ancelotti," sagði Lippi sem gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006.

"Ancelotti er einstakur. Hann býr yfir mikilli reynslu sem leikmaður og einnig sem þjálfari. Hann hefur unnið deildina í öllum löndum þar sem hann hefur starfað og mun halda áfram að vinna í Þýskalandi á næsta tímabili.

"Og það sem mikilvægara er, þá hefur enginn leikmaður haft neitt slæmt um hann að segja," bætti Lippi við.

Lippi var síðast við stjórnvölinn hjá Guangzhou Evergrande í Kína.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×