Miklar líkur á eldingum næsta sólarhringinn: Fólki ráðlagt frá því að nota farsíma utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2015 20:18 Töluvert hefur verið af eldingu á Suðausturlandi það sem af er degi miðað við íslenskan mælikvarða. Vísir/Getty Miklar líkur eru á eldingum á landinu næsta sólarhringinn. Suður af landinu er stórt og umfangsmikið éljaloft sem mun ná inn til landsins í kvöld. Gætu því orðið ansi kröftug él næsta sólarhringinn og geta eldingar fylgt þeim. Á þetta sérstaklega við sunnanvert landið og alveg upp með Vesturlandi, það er að segja á annesjum á því svæði en ekki inn til landsins. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við eldingum í kvöld og líkurnar séu töluverðar í nótt og bróðurpart morgundagsins. „Samkvæmt spánni er þetta býsna mikið, alveg út nýársdag,“ segir Óli. Hægt er að fylgjast með eldingspá Veðurstofu Íslands hér. Eldingaspákort Veðurstofunnar sýna veltimætti sem er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. „Á Íslandi er þetta mest bundið við éljaloftið en það geta komið eldingar með skúralofti yfir sumartímann, en að mestu er þetta bundið við éljaloftið hjá okkur,“ segir Óli. Eldingaveður getur raskað flugáætlun en eldingar valda oft tjóni á heimilistækjum ef þeim slær niður nálægt eða í hús. Er fólki ráðlagt að taka þau heimilistæki úr sambandi sem er hvað viðkvæmust fyrir rafmagnstruflunum. Þá er fólki einnig ráðlagt að tala ekki mikið í farsíma utandyra á meðan þetta ástand varir. „Þeir gefa frá sér rafsegulbylgjur sem geta laðað að sér eldingu. Það á þó að vera nokkuð öruggt að nota þá innandyra,“ segir Óli. Hann segir einnig að ef fólk er statt í bíl á svæði þar sem er eldingagarður, þá sé öruggast að halda sig inni í bílnum. Þá er töluverð hætta á rafmagnstruflunum þar sem eldingar laðast að háspennumöstrum. Veður Tengdar fréttir Einstaklega óvenjulegur þrumugarðaveggur skall á landinu 30. október 2015 21:52 Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56 Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Miklar líkur eru á eldingum á landinu næsta sólarhringinn. Suður af landinu er stórt og umfangsmikið éljaloft sem mun ná inn til landsins í kvöld. Gætu því orðið ansi kröftug él næsta sólarhringinn og geta eldingar fylgt þeim. Á þetta sérstaklega við sunnanvert landið og alveg upp með Vesturlandi, það er að segja á annesjum á því svæði en ekki inn til landsins. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við eldingum í kvöld og líkurnar séu töluverðar í nótt og bróðurpart morgundagsins. „Samkvæmt spánni er þetta býsna mikið, alveg út nýársdag,“ segir Óli. Hægt er að fylgjast með eldingspá Veðurstofu Íslands hér. Eldingaspákort Veðurstofunnar sýna veltimætti sem er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. „Á Íslandi er þetta mest bundið við éljaloftið en það geta komið eldingar með skúralofti yfir sumartímann, en að mestu er þetta bundið við éljaloftið hjá okkur,“ segir Óli. Eldingaveður getur raskað flugáætlun en eldingar valda oft tjóni á heimilistækjum ef þeim slær niður nálægt eða í hús. Er fólki ráðlagt að taka þau heimilistæki úr sambandi sem er hvað viðkvæmust fyrir rafmagnstruflunum. Þá er fólki einnig ráðlagt að tala ekki mikið í farsíma utandyra á meðan þetta ástand varir. „Þeir gefa frá sér rafsegulbylgjur sem geta laðað að sér eldingu. Það á þó að vera nokkuð öruggt að nota þá innandyra,“ segir Óli. Hann segir einnig að ef fólk er statt í bíl á svæði þar sem er eldingagarður, þá sé öruggast að halda sig inni í bílnum. Þá er töluverð hætta á rafmagnstruflunum þar sem eldingar laðast að háspennumöstrum.
Veður Tengdar fréttir Einstaklega óvenjulegur þrumugarðaveggur skall á landinu 30. október 2015 21:52 Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56 Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56
Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31