Hafa bjargað um tvö þúsund manns Viktoría Hermannsdóttir skrifar 3. janúar 2015 12:00 Hér má sjá flóttamenn um borð í varðskipinu Tý eftir björgunaraðgerðir í desember. Mynd/Landhelgisgæslan Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“ Flóttamenn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“
Flóttamenn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira