Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. Fyrst skal það tekið fram að um margt eru reglurnar sem tóku gildi nú um áramót mikið framfaraskref. Með þeim er gerð tilraun til að þeir sem þurfa á ferðaþjónustunni að halda geti verið virkari þátttakendur í ýmsum félagslegum athöfnum. Það að geta pantað ferðaþjónustu með 2 tíma fyrirvara í stað sólarhrings áður er mjög mikilvægt framfaraspor. Fleiri atriði í umræddum reglum eru til framfara, m.a. að það skuli vera gert ráð fyrir reglubundnu samstarfi við hagsmunasamtök notenda. Eftir sem áður er í umræddum reglum atriði sem vinnur gegn tilgangi þessarar þjónustu og setur réttarbótina í uppnám. Það er ákvæðið um fjölda ferða og verðlagningu á ferðum eftir að notaðar hafa verið 60 ferðir á mánuði. Í nýlegri úttekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er spurt hvort ferðaþjónusta hamlaði félagslegri þátttöku fólks í tómstundum. Um 15 prósent aðspurðra töldu svo vera. Einnig var spurt hvort fjárhagsaðstæður hindruðu fólk í félagslegri þátttöku og þá kom í ljós að á milli 28-32 prósent svarenda töldu svo vera. Tilgangur ferðaþjónustunnar er sá að auðvelda fötluðu fólki samfélagsþátttöku og gera það jafnsett öðrum íbúum borgarinnar. Mikil notkun á ferðaþjónustu er merki þess að einstaklingurinn fer víða um sitt samfélag í mörgum og mismunandi erindagjörðum, til að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda eins og kveðið er á um í 35. grein laga um málefni fatlaðs fólks að sé tilgangur ferðaþjónustunnar. Ferðirnar sjálfar eru ekki markmið heldur afleiðing af félagslegri virkni. Nýlegar reglur Reykjavíkurborgar verður að skoða í þessu ljósi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 20. grein, er þetta orðað svo: „Aðildarríkin skulu gera skilvirkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því: a) að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Í áðurnefndum samningi viðurkenna þjóðríkin, þ.m.t. Ísland, gildi þess að fatlað fólk sé sjálfráða og að sjálfsstæði þess sé meðal annars fólgið í því að geta ferðast um sitt samfélag gegn viðráðanlegu gjaldi. Það að takmarka ódýrar ferðir ferðaþjónustunnar við 60 ferðir á mánuði og innheimta 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð umfram það er aðför að öllum þessum gildum og skuldbindingum. Vonandi er ákvörðun velferðarsviðs byggð á misskilningi, en ekki á þeirri forræðishyggju að vilja ákveða að fatlað fólk hafi ekkert að gera með það að þeysast um allan bæ á kostnað borgaranna. Jafnræði í almenningssamgöngum Landssamtökin Þroskahjálp óskuðu eftir því við einn viðskiptavin ferðaþjónustunnar að hann gæfi okkur innsýn í notkun sína og kostnað vegna þeirra viðskipta. Um er að ræða unga manneskju sem notar rafmagnshjólastól og á engan annan valkost en að nota ferðaþjónustu vegna allra sinna ferða. Viðkomandi er bæði í íþróttum og stundar símenntun auk þess að taka þátt í öðru félagslífi. Fastar ferðir hjá þessari manneskju voru 82 á mánuði. 40 ferðir voru vegna atvinnu 5 daga vikunnar, 8 ferðir í sjúkraþjálfun einu sinni í viku, 16 ferðir vegna íþróttaæfinga tvisvar í viku, 8 ferðir vegna fullorðinsfræðslu einu sinni í viku og 10 ferðir á mánuði voru vegna þátttöku í föstu félagsstarfi. Þá eru ekki taldar ferðir vegna sérverkefnis sem viðkomandi tekur þátt í, læknisferða, heimsókna til ættingja og vina, verslunarferða og annarra athafna sem eðlilegt er að fólk þurfi að sinna. Á árinu 2014 greiddi þessi einstaklingur kr. 135.000 krónur í ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri gjaldskrá myndu föstu ferðirnar hennar 82 kosta hana u.þ.b 410.000 krónur á ári og það að fara tvisvar á dag fram og til baka með ferðaþjónustu fatlaðs fólks kosta 75.900 krónur á mánuði eða 910.000 á ári. Og samkvæmt reglunum væri ekki heldur heimilt að fara svo oft með ferðaþjónustunni. Til samanburðar þá kostar árskort í strætisvagna nú 70.900 sem veitir heimild til ótakmarkaðs aksturs. Þarna er mismunur sem er tilkominn vegna fötlunar upp á 839.100 krónur. Við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp teljum að allir geti verið sammála um að þarna sé um mistök að ræða sem þarf að leiðrétta. Við höfum bent á að það sé skynsamlegast að hafa engin takmörk á því hversu mikið fólk noti ferðaþjónustu og full ástæða sé til að taka upp í ferðaþjónustu fatlaðra árskort eins og í almenningssamgöngum. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks gegnir mikilvægu hlutverki við að ýta undir og efla félagslega þátttöku fatlaðs fólks. Reglur um fjölda ferða og óhófleg verðlagning vinnur gegn þeim tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. Fyrst skal það tekið fram að um margt eru reglurnar sem tóku gildi nú um áramót mikið framfaraskref. Með þeim er gerð tilraun til að þeir sem þurfa á ferðaþjónustunni að halda geti verið virkari þátttakendur í ýmsum félagslegum athöfnum. Það að geta pantað ferðaþjónustu með 2 tíma fyrirvara í stað sólarhrings áður er mjög mikilvægt framfaraspor. Fleiri atriði í umræddum reglum eru til framfara, m.a. að það skuli vera gert ráð fyrir reglubundnu samstarfi við hagsmunasamtök notenda. Eftir sem áður er í umræddum reglum atriði sem vinnur gegn tilgangi þessarar þjónustu og setur réttarbótina í uppnám. Það er ákvæðið um fjölda ferða og verðlagningu á ferðum eftir að notaðar hafa verið 60 ferðir á mánuði. Í nýlegri úttekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er spurt hvort ferðaþjónusta hamlaði félagslegri þátttöku fólks í tómstundum. Um 15 prósent aðspurðra töldu svo vera. Einnig var spurt hvort fjárhagsaðstæður hindruðu fólk í félagslegri þátttöku og þá kom í ljós að á milli 28-32 prósent svarenda töldu svo vera. Tilgangur ferðaþjónustunnar er sá að auðvelda fötluðu fólki samfélagsþátttöku og gera það jafnsett öðrum íbúum borgarinnar. Mikil notkun á ferðaþjónustu er merki þess að einstaklingurinn fer víða um sitt samfélag í mörgum og mismunandi erindagjörðum, til að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda eins og kveðið er á um í 35. grein laga um málefni fatlaðs fólks að sé tilgangur ferðaþjónustunnar. Ferðirnar sjálfar eru ekki markmið heldur afleiðing af félagslegri virkni. Nýlegar reglur Reykjavíkurborgar verður að skoða í þessu ljósi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 20. grein, er þetta orðað svo: „Aðildarríkin skulu gera skilvirkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því: a) að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Í áðurnefndum samningi viðurkenna þjóðríkin, þ.m.t. Ísland, gildi þess að fatlað fólk sé sjálfráða og að sjálfsstæði þess sé meðal annars fólgið í því að geta ferðast um sitt samfélag gegn viðráðanlegu gjaldi. Það að takmarka ódýrar ferðir ferðaþjónustunnar við 60 ferðir á mánuði og innheimta 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð umfram það er aðför að öllum þessum gildum og skuldbindingum. Vonandi er ákvörðun velferðarsviðs byggð á misskilningi, en ekki á þeirri forræðishyggju að vilja ákveða að fatlað fólk hafi ekkert að gera með það að þeysast um allan bæ á kostnað borgaranna. Jafnræði í almenningssamgöngum Landssamtökin Þroskahjálp óskuðu eftir því við einn viðskiptavin ferðaþjónustunnar að hann gæfi okkur innsýn í notkun sína og kostnað vegna þeirra viðskipta. Um er að ræða unga manneskju sem notar rafmagnshjólastól og á engan annan valkost en að nota ferðaþjónustu vegna allra sinna ferða. Viðkomandi er bæði í íþróttum og stundar símenntun auk þess að taka þátt í öðru félagslífi. Fastar ferðir hjá þessari manneskju voru 82 á mánuði. 40 ferðir voru vegna atvinnu 5 daga vikunnar, 8 ferðir í sjúkraþjálfun einu sinni í viku, 16 ferðir vegna íþróttaæfinga tvisvar í viku, 8 ferðir vegna fullorðinsfræðslu einu sinni í viku og 10 ferðir á mánuði voru vegna þátttöku í föstu félagsstarfi. Þá eru ekki taldar ferðir vegna sérverkefnis sem viðkomandi tekur þátt í, læknisferða, heimsókna til ættingja og vina, verslunarferða og annarra athafna sem eðlilegt er að fólk þurfi að sinna. Á árinu 2014 greiddi þessi einstaklingur kr. 135.000 krónur í ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri gjaldskrá myndu föstu ferðirnar hennar 82 kosta hana u.þ.b 410.000 krónur á ári og það að fara tvisvar á dag fram og til baka með ferðaþjónustu fatlaðs fólks kosta 75.900 krónur á mánuði eða 910.000 á ári. Og samkvæmt reglunum væri ekki heldur heimilt að fara svo oft með ferðaþjónustunni. Til samanburðar þá kostar árskort í strætisvagna nú 70.900 sem veitir heimild til ótakmarkaðs aksturs. Þarna er mismunur sem er tilkominn vegna fötlunar upp á 839.100 krónur. Við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp teljum að allir geti verið sammála um að þarna sé um mistök að ræða sem þarf að leiðrétta. Við höfum bent á að það sé skynsamlegast að hafa engin takmörk á því hversu mikið fólk noti ferðaþjónustu og full ástæða sé til að taka upp í ferðaþjónustu fatlaðra árskort eins og í almenningssamgöngum. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks gegnir mikilvægu hlutverki við að ýta undir og efla félagslega þátttöku fatlaðs fólks. Reglur um fjölda ferða og óhófleg verðlagning vinnur gegn þeim tilgangi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar