Fólk á flótta og í bið Toshiki Toma skrifar 12. janúar 2015 07:30 Miklar breytingar eru nú að verða á móttöku fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Töluverðar breytingar urðu á lögum um útlendinga síðastliðið vor. Meðal þess sem breyttist er að sérstök kærunefnd útlendingamála sér nú um kærumál flóttafólks og einnig á að stefna að ekki taki lengur en 90 daga að úrskurða í hverju máli. Það er von mín að þessar breytingar reynist jákvæðar fyrir flóttafólk. Mig langar hins vegar að benda á þá staðreynd að það flóttafólk sem kom hingað til lands áður en lögin tóku gildi er í sömu stöðu og áður og nýtur ekki nýjunganna í kerfinu. Meðal þess er fólk sem hefur verið í biðstöðu í um tvö til þrjú ár. Ég þekki til átta sem eru í þeirri stöðu og þar af eru fimm þeirra með mál sín fyrir héraðsdómstóli en öll snúa þau að Dyflinnarreglugerðinni. Dómstóllinn dæmir aðallega um hvort hælisumsóknir hvers og eins þeirra eigi að vera skoðaðar efnislega á Íslandi, eða ekki – en ekki um hvort þeir eigi að fá vernd. Dómar munu falla á næstunni. Ég veit ekki hvernig mál munu ráðast en ég veit að þessi ár sem fólkið bíður hér eru því tilgangslaus. Tvö til þrjú ár eru langur tími í bið ef maður er hvorki án vinnu og getur ekki farið í nám – og getur í raun ekki aðhafst neitt. Sumir hafa svo forsögu annars staðar frá og hafa eytt tíma í öðru landi, jafnvel lengri tíma en á Íslandi. Einn af flóttamönnunum sem hér dvelja eyddi t.d. níu árum í landi þar sem hann hafði sótt um vernd fyrst og annar fimm árum – báðir án þess að geta orðið að venjulegum borgurum. Myndir þú vilja vera í þessum sporum?Bjargræði Eins og sést í hinni nýju stefnu yfirvalda hérlendis efast enginn um mikilvægi þess að umsókn um alþjóðlega vernd skuli verða afgreidd almennilega innan þolanlegs biðtíma. En ef yfirvöld viðurkenna mikilvægi þess, hvernig líta þau þá á manneskjur sem hafa eytt tveimur til þremur árum hér nú þegar og mál þeirra hafa ekki einu sinni verið skoðuð efnislega? Eiga þeir ekki skilið einhvers konar bjargræði miðað við þennan óvenjulega langa biðtíma? Mér skilst að dómstóllinn sé bundinn við lögin, að sjálfsögðu, og réttlæti hans byggist fyrst og fremst á lögfræði. Það er hins vegar mín skoðun að framkvæmdarvaldið geti haft að leiðarljósi mannúðleg sjónarmið. Það þýðir að horfa á manneskjuna sem miðjuna í hverju máli, hina lifandi manneskju. Þá finnst mér eðlilegt að líta á mál þeirra í heild, aðstæður í heimalandi þeirra, margra ára óvissu í fyrsta komulandi og svo biðtíma á Íslandi fremur en fyrst og fremst á Dyflinnarreglugerðina – sem er alls ekki kjarni mála þeirra. Ég vil skora á yfirvöld að skoða mál þeirra með mannúð að leiðarljósi og taka mál þeirra sem um ræðir til efnislegrar meðferðar, óháð hvernig dómar falla í héraðsdómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar eru nú að verða á móttöku fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Töluverðar breytingar urðu á lögum um útlendinga síðastliðið vor. Meðal þess sem breyttist er að sérstök kærunefnd útlendingamála sér nú um kærumál flóttafólks og einnig á að stefna að ekki taki lengur en 90 daga að úrskurða í hverju máli. Það er von mín að þessar breytingar reynist jákvæðar fyrir flóttafólk. Mig langar hins vegar að benda á þá staðreynd að það flóttafólk sem kom hingað til lands áður en lögin tóku gildi er í sömu stöðu og áður og nýtur ekki nýjunganna í kerfinu. Meðal þess er fólk sem hefur verið í biðstöðu í um tvö til þrjú ár. Ég þekki til átta sem eru í þeirri stöðu og þar af eru fimm þeirra með mál sín fyrir héraðsdómstóli en öll snúa þau að Dyflinnarreglugerðinni. Dómstóllinn dæmir aðallega um hvort hælisumsóknir hvers og eins þeirra eigi að vera skoðaðar efnislega á Íslandi, eða ekki – en ekki um hvort þeir eigi að fá vernd. Dómar munu falla á næstunni. Ég veit ekki hvernig mál munu ráðast en ég veit að þessi ár sem fólkið bíður hér eru því tilgangslaus. Tvö til þrjú ár eru langur tími í bið ef maður er hvorki án vinnu og getur ekki farið í nám – og getur í raun ekki aðhafst neitt. Sumir hafa svo forsögu annars staðar frá og hafa eytt tíma í öðru landi, jafnvel lengri tíma en á Íslandi. Einn af flóttamönnunum sem hér dvelja eyddi t.d. níu árum í landi þar sem hann hafði sótt um vernd fyrst og annar fimm árum – báðir án þess að geta orðið að venjulegum borgurum. Myndir þú vilja vera í þessum sporum?Bjargræði Eins og sést í hinni nýju stefnu yfirvalda hérlendis efast enginn um mikilvægi þess að umsókn um alþjóðlega vernd skuli verða afgreidd almennilega innan þolanlegs biðtíma. En ef yfirvöld viðurkenna mikilvægi þess, hvernig líta þau þá á manneskjur sem hafa eytt tveimur til þremur árum hér nú þegar og mál þeirra hafa ekki einu sinni verið skoðuð efnislega? Eiga þeir ekki skilið einhvers konar bjargræði miðað við þennan óvenjulega langa biðtíma? Mér skilst að dómstóllinn sé bundinn við lögin, að sjálfsögðu, og réttlæti hans byggist fyrst og fremst á lögfræði. Það er hins vegar mín skoðun að framkvæmdarvaldið geti haft að leiðarljósi mannúðleg sjónarmið. Það þýðir að horfa á manneskjuna sem miðjuna í hverju máli, hina lifandi manneskju. Þá finnst mér eðlilegt að líta á mál þeirra í heild, aðstæður í heimalandi þeirra, margra ára óvissu í fyrsta komulandi og svo biðtíma á Íslandi fremur en fyrst og fremst á Dyflinnarreglugerðina – sem er alls ekki kjarni mála þeirra. Ég vil skora á yfirvöld að skoða mál þeirra með mannúð að leiðarljósi og taka mál þeirra sem um ræðir til efnislegrar meðferðar, óháð hvernig dómar falla í héraðsdómi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun