Skammhlaup í Orkustofnun, II Steingrímur J. Sigfússon skrifar 22. janúar 2015 07:00 Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun