Skammhlaup í Orkustofnun, II Steingrímur J. Sigfússon skrifar 22. janúar 2015 07:00 Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun