Skammhlaup í Orkustofnun, II Steingrímur J. Sigfússon skrifar 22. janúar 2015 07:00 Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan, í marsmánuði 2014, sendi Orkustofnun tillögur til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um 27 nýja virkjunarkosti til umfjöllunar í viðbót við þá sem virkjunaraðilar sjálfir höfðu óskað eftir. Fjölmargir þessara virkjunarkosta tóku til svæða sem þegar höfðu verið flokkaðir í verndarflokk í vinnu við rammaáætlun og þá flokkun hafði Alþingi samþykkt. Í vörn sinni greip Orkustofnun til þeirra langsóttu lögskýringa að svo fremi sem viðkomandi svæði hefðu ekki verið endanlega friðlýst þá breytti staða þeirra í verndarflokki rammaáætlunar engu um að Orkustofnun gæti óskað eftir þeim til mats eða endurmats. Mátti jafnvel skilja á talsmönnum stofnunarinnar að þeim væri beinlínis skylt að standa svona að málum. Þessari nálgun Orkustofnunar er undirritaður algerlega ósammála og byggi ég það einkum á tvennu. Í fyrsta lagi að með þessu horfir Orkustofnun fram hjá því að flokkun í verndarflokk samkvæmt lögbundnu ferli rammaáætlunar felur í sér skyldu til að setja viðkomandi svæði í friðlýsingarferli. Þetta hafa að vísu núverandi stjórnvöld algerlega hundsað að framkvæma en það breytir engu um að lögum samkvæmt er þetta staðan. Hið síðara er að jafnvel þó Orkustofnun teldi sér heimilt að gera í einhverjum tilvikum tillögur um að virkjunarkostur í verndarflokki færi aftur til mats, t.d. vegna þess að komnar væru fram hugmyndir um verulega breytta útfærslu, þá hef ég hvergi fundið því stað að henni sé það skylt.Ófriðarefni Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvílíkt ófriðarefni þessi framganga Orkustofnunar er. Það að opinber stofnun gefi með þessum hætti afrakstri vinnu við rammaáætlun undangengin ár langt nef sem og staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er með ólíkindum. Og hvað hyggst Orkustofnun vinna með þessari framgöngu? Er það vænlegt til árangurs, er það framlag til sátta að draga áform um virkjun Jökulsár á Fjöllum, Kerlingafjalla, Hveravalla, Hafralónsár og Hofsár upp á skurðborðið? Þegar listar Orkustofnunar urðu opinberir í fyrra gat ég mér þess helst til að orðið hefði einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar, svo óskiljanleg fannst mér og finnst enn þessi framganga. En, því miður. Eins og fréttir nú bera með sér er stofnunin enn við sama heygarðshornið en við svo búið má ekki standa. Ef Orkustofnun skilur ekki annað þá verður löggjafinn, Alþingi sjálft, að gera það fortakslaust að svæði í verndarflokki rammaáætlunar skuli látin í friði og það eins þó þau bíði friðlýsingar fyrir trassaskap framkvæmdavaldsins. Annars er allur friður úti í þessum málaflokki og var hann nú svo sem nógu brothættur fyrir.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar