Plástur á svöðusár Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 23. janúar 2015 07:00 Það var ánægjulegt að lesa fréttir í síðustu viku af ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að hafna tillögu um að smíða göngubrú yfir Hringbraut eða grafa göng undir götuna fyrir gangandi vegfarendur. Meirihluti ráðsins lagði til að í stað þess að ráðast í dýrar og umfangsmiklar framkvæmdir sem rúmast illa á svæðinu yrði málið leyst með fjölgun gönguljósa og lækkun ökuhraða við Hringbraut. Þetta kallast að ráðast að rót vandans. Gatnakerfi borgarinnar, líkt og í svo mörgum öðrum borgum, hefur fengið að vaxa út fyrir öll velsæmismörk á síðustu áratugum. Nú er svo komið að 48% af byggðu umhverfi Reykjavíkur er helgað umferðarmannvirkjum með öllum þeim heilsuspillandi óþverra sem þeim fylgir. Auðvitað þarf fólk að komast á milli staða, rétt eins og það þarf að hafa klósett heima hjá sér, en ég efast um að margir myndu sætta sig við að helmingurinn af íbúðinni þeirra væri klósett. Það er nefnilega afar erfitt að nýta klósett fyrir nokkuð annað en það sem þau eru hönnuð fyrir. Hið sama gildir um umferðarmannvirki. Alveg eins og einstaklingur sem þykir of mikill um sig miðjan græðir lítið á að fjölga götunum í beltinu sínu þá leysir það engan öryggis- og umferðarvanda að fjölga akreinum, byggja brýr og grafa göng. Rót vandans er of mikil umferð og lausnin felst í að draga úr henni. Ferkantaðar verkfræðilausnir í borgarskipulagi hafa sannarlega fengið sitt tækifæri og það þarf engan sérfræðing í loftslags- og lýðheilsumálum til að gefa þeim falleinkunnina sem hana eiga skilið. Til viðbótar við tillögur umhverfis- og skipulagsráðs legg ég til að almennum akreinum við Hringbraut verði fækkað og að almenningssamgöngur og hjólreiðar njóti forgangs í göturýminu. Á milli akreina væri tilvalið að gróðursetja tré og annan gróður og koma fyrir litlum almenningsrýmum á völdum stöðum. Þá fyrst geta talsmenn umferðaröryggis andað léttar – í orðsins fyllstu merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Það var ánægjulegt að lesa fréttir í síðustu viku af ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að hafna tillögu um að smíða göngubrú yfir Hringbraut eða grafa göng undir götuna fyrir gangandi vegfarendur. Meirihluti ráðsins lagði til að í stað þess að ráðast í dýrar og umfangsmiklar framkvæmdir sem rúmast illa á svæðinu yrði málið leyst með fjölgun gönguljósa og lækkun ökuhraða við Hringbraut. Þetta kallast að ráðast að rót vandans. Gatnakerfi borgarinnar, líkt og í svo mörgum öðrum borgum, hefur fengið að vaxa út fyrir öll velsæmismörk á síðustu áratugum. Nú er svo komið að 48% af byggðu umhverfi Reykjavíkur er helgað umferðarmannvirkjum með öllum þeim heilsuspillandi óþverra sem þeim fylgir. Auðvitað þarf fólk að komast á milli staða, rétt eins og það þarf að hafa klósett heima hjá sér, en ég efast um að margir myndu sætta sig við að helmingurinn af íbúðinni þeirra væri klósett. Það er nefnilega afar erfitt að nýta klósett fyrir nokkuð annað en það sem þau eru hönnuð fyrir. Hið sama gildir um umferðarmannvirki. Alveg eins og einstaklingur sem þykir of mikill um sig miðjan græðir lítið á að fjölga götunum í beltinu sínu þá leysir það engan öryggis- og umferðarvanda að fjölga akreinum, byggja brýr og grafa göng. Rót vandans er of mikil umferð og lausnin felst í að draga úr henni. Ferkantaðar verkfræðilausnir í borgarskipulagi hafa sannarlega fengið sitt tækifæri og það þarf engan sérfræðing í loftslags- og lýðheilsumálum til að gefa þeim falleinkunnina sem hana eiga skilið. Til viðbótar við tillögur umhverfis- og skipulagsráðs legg ég til að almennum akreinum við Hringbraut verði fækkað og að almenningssamgöngur og hjólreiðar njóti forgangs í göturýminu. Á milli akreina væri tilvalið að gróðursetja tré og annan gróður og koma fyrir litlum almenningsrýmum á völdum stöðum. Þá fyrst geta talsmenn umferðaröryggis andað léttar – í orðsins fyllstu merkingu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun