Flytjum inn milljarða virði af grænmeti sem rækta mætti hér Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Íslensk jarðarber eru aðeins um 10% af markaðnum – en eru rifin úr hillunum. fréttablaðið/vilhelm Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%. Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%.
Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira