Forystusauður framtíðarinnar Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 6. febrúar 2015 13:30 Í nútímasamfélagi standa og falla þjóðir með öflugum borgarsamfélögum sem eru miðstöðvar stjórnsýslu, menntunar og menningar, auk þess að vera drifkraftur nýsköpunar og nýrra tækifæra. Það er því alltaf jafn sláandi að bera saman borgir heimsins og átta sig á því hve langt Reykjavík á í land til að geta talist samkeppnishæf borg á ótal sviðum. Í Vatnsmýrinni í Reykjavík felst eitt allra besta tækifærið til að gera Reykjavík að betri borg. Það skiptir ekki máli hvar gripið er niður, byggð í Vatnsmýri mundi bæta höfuðborgarsvæðið samkvæmt öllum þeim viðmiðum sem notuð eru til að meta borgarsamfélög. Sjálfbærni, hagkvæmni, öryggi og lýðheilsa vega jafnan þyngst í þeim efnum. Með öðrum orðum, samkeppnishæfni og lífsgæði Íslendinga munu aukast með byggð í Vatnsmýri. Hið sama á við um aðra fyrirhugaða þéttingarreiti á höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi þessa er dapurlegt að fylgjast með stjórnmálamönnum, sem margir hverjir eru með örfá atkvæði á bak við sig, leggja fram frumvörp og tjá sig líkt og helsta víglína landsins liggi á milli Reykjavíkurflugvallar og landsbyggðarinnar. Fyrir okkur unga fólkið sem höfum eytt síðustu árum í að mennta okkur erlendis með ærnum tilkostnaði liggur víglínan vissulega um flugvöll, en sá er ekki í Vatnsmýri heldur í Keflavík. Staðreyndin er sú að ef þjóðinni mistekst að nútímavæða einu borgina á Íslandi svo hún standist samanburð við bestu borgir heimsins þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ef ekkert breytist verður hins vegar gott að vita til þess að þegar við fjölskyldan komum til Íslands í sumarfrí getum við tekið rútuna frá Keflavík beint niður á BSÍ og leyft börnunum að smakka sviðakjamma. Með kjálkabeinin að vopni getum við svo kennt þeim að leika sér á þjóðlegan hátt og það er aldrei að vita nema einn kjamminn endi sem forystusauður í furðulegri hjörð. Sá verður sennilega nefndur Höskuldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun
Í nútímasamfélagi standa og falla þjóðir með öflugum borgarsamfélögum sem eru miðstöðvar stjórnsýslu, menntunar og menningar, auk þess að vera drifkraftur nýsköpunar og nýrra tækifæra. Það er því alltaf jafn sláandi að bera saman borgir heimsins og átta sig á því hve langt Reykjavík á í land til að geta talist samkeppnishæf borg á ótal sviðum. Í Vatnsmýrinni í Reykjavík felst eitt allra besta tækifærið til að gera Reykjavík að betri borg. Það skiptir ekki máli hvar gripið er niður, byggð í Vatnsmýri mundi bæta höfuðborgarsvæðið samkvæmt öllum þeim viðmiðum sem notuð eru til að meta borgarsamfélög. Sjálfbærni, hagkvæmni, öryggi og lýðheilsa vega jafnan þyngst í þeim efnum. Með öðrum orðum, samkeppnishæfni og lífsgæði Íslendinga munu aukast með byggð í Vatnsmýri. Hið sama á við um aðra fyrirhugaða þéttingarreiti á höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi þessa er dapurlegt að fylgjast með stjórnmálamönnum, sem margir hverjir eru með örfá atkvæði á bak við sig, leggja fram frumvörp og tjá sig líkt og helsta víglína landsins liggi á milli Reykjavíkurflugvallar og landsbyggðarinnar. Fyrir okkur unga fólkið sem höfum eytt síðustu árum í að mennta okkur erlendis með ærnum tilkostnaði liggur víglínan vissulega um flugvöll, en sá er ekki í Vatnsmýri heldur í Keflavík. Staðreyndin er sú að ef þjóðinni mistekst að nútímavæða einu borgina á Íslandi svo hún standist samanburð við bestu borgir heimsins þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ef ekkert breytist verður hins vegar gott að vita til þess að þegar við fjölskyldan komum til Íslands í sumarfrí getum við tekið rútuna frá Keflavík beint niður á BSÍ og leyft börnunum að smakka sviðakjamma. Með kjálkabeinin að vopni getum við svo kennt þeim að leika sér á þjóðlegan hátt og það er aldrei að vita nema einn kjamminn endi sem forystusauður í furðulegri hjörð. Sá verður sennilega nefndur Höskuldur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun