Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum 9. febrúar 2015 07:00 Birgitta Jónsdóttir. vísir/stefán/gva Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi efast um vilja Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að kaupa gögn um skattaundanskot. Bjarni hefur látið hafa eftir sér að ekki strandi á ráðuneyti hans að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem gætu fært sönnur á skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem dregið hefur lappirnar í þessu máli, að hans sögn. Fréttablaðið greindi fyrst frá því þann 14. apríl 2014 að Íslendingum stæðu til boða kaup á gögnum um skattaundanskot Íslendinga. Í september sendi skattrannsóknarstjóri greinargerð til fjármálaráðuneytisins. Hún var til skoðunar í ráðuneytinu en enn hefur engin niðurstaða fengist um kaup gagnanna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála ráðherranum og telur hann ekki vera að ýta málinu áfram. „Síðustu viðbrögð hans benda til þess að hann sé stöðugt að leita að undankomuleið í þessu máli. Málið er hans að leysa, hvort sem það strandar á löggjöf eða fjárveitingum.“ „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og bendir á að ekkert stöðvi ráðherra í að kaupa skjölin. „Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra. Hann dregur þjóð sína á asnaeyrunum.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, undrast orð fjármálaráðherra. „Hver svo sem vilji ráðherrans er í þessu máli þá hjálpar það ekki málinu að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum heldur leysir hann málið með öðrum leiðum, sé það hans vilji.“ Alþingi Tengdar fréttir Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi efast um vilja Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að kaupa gögn um skattaundanskot. Bjarni hefur látið hafa eftir sér að ekki strandi á ráðuneyti hans að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem gætu fært sönnur á skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem dregið hefur lappirnar í þessu máli, að hans sögn. Fréttablaðið greindi fyrst frá því þann 14. apríl 2014 að Íslendingum stæðu til boða kaup á gögnum um skattaundanskot Íslendinga. Í september sendi skattrannsóknarstjóri greinargerð til fjármálaráðuneytisins. Hún var til skoðunar í ráðuneytinu en enn hefur engin niðurstaða fengist um kaup gagnanna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála ráðherranum og telur hann ekki vera að ýta málinu áfram. „Síðustu viðbrögð hans benda til þess að hann sé stöðugt að leita að undankomuleið í þessu máli. Málið er hans að leysa, hvort sem það strandar á löggjöf eða fjárveitingum.“ „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og bendir á að ekkert stöðvi ráðherra í að kaupa skjölin. „Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra. Hann dregur þjóð sína á asnaeyrunum.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, undrast orð fjármálaráðherra. „Hver svo sem vilji ráðherrans er í þessu máli þá hjálpar það ekki málinu að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum heldur leysir hann málið með öðrum leiðum, sé það hans vilji.“
Alþingi Tengdar fréttir Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23