Rekstrarform í heilsugæslu Oddur Steinarsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar