Stílhrein sveit í borg Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 09:00 Uppáhalds staður Guðnýar er í Egginu þar sem hún nýtur útsýnisins og drekkur kaffi. Vísir/Pjetur Guðný Hrefna Sverrisdóttir, förðunarfræðingur býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra á Álftanesi í fallegu húsi með stórum gluggum og góðu útsýni. „Mér finnst æðislegt að búa hérna. Það er fjölskylduvænt en samt nálægt, sveit í borg.“ Þegar inn er komið er augljóst að við erum hér komin á heimili mikillar smekkkonu, hér blasir við mikið af klassískri og fallegri hönnunarvöru. Það er augljóst að sá sem hér býr hefur gott auga og það er valinn hlutur í hverju horni. „Þetta er svolítið blandað, skandinavískt, gamalt og nýtt,“ segir Guðný og hún bætir við að innanhússhönnun sé eitt af hennar áhugamálum en hún á vefverslunina Minimaldecor.is og ber heimili hennar hönnunaráhuganum augljóst vitni. Hún byrjar að sýna okkur sína uppáhaldshluti og það er ljóst að af nógu er að taka. Uppáhaldsstaður Guðnýar er í stofunni. Þar eru stórir gluggar og við þá stendur Eggið sem hannað var af Arne Jacobsen en stólinn hefur Guðný átt í rúm átta ár og í honum fær hún sér morgunkaffið og nýtur útsýnisins. „Ég sit alltaf hérna með kaffibollann og horfi á útsýnið áður en við förum af stað,“ segir Guðný, en út um gluggann má sjá alla leið frá Seltjarnarnesi og upp í Hafnarfjörð.Vísir/PjeturStofustáss Fyrstu hlutirnir sem Guðný sýnir okkur eru gamlar barnabækur sem margir kannast sjálfsagt við. Bækurnar búa yfir tilfinningalegu gildi ásamt því að vera hið mesta stofustáss. „Amma mín las þær alltaf fyrir mig þegar ég var lítil, þær eru mjög gamlar, örugglega fimmtíu til sextíu ára.“Vísir/PjeturKopar Tom Dixon-ljósið setur mikinn svip á stofuna en það er í miklu uppáhaldi hjá Guðnýju. Ljósið keypti hún sjálf en það hefur í gegnum árin fengið marga hönnunaráhugamanneskjuna til þess að kikna í hnjánum. Kopar hefur einnig verið að koma sterkur inn á síðustu árum og það er augljóst að okkar kona er með trendin á hreinu.Vísir/PjeturSkemmtileg Veggklukkan frá Karlsson setur litríkan og sterkan svip á stofuna, hana keypti Guðný í Berlín. Eigandinn ræður sjálfur hvernig henni er raðað upp og möguleikarnir eru margir. „Það er smá svona valkvíði að velja hvernig á að raða henni upp,“ segir hún og hlær.Vísir/PjeturÍslensk hönnun Fuzzy-kollurinn var hannaður árið 1972 af Sigurði Má Helgasyni. „Ég fékk hann frá vinkonum mínum, saumaklúbbnum, í brúðargjöf,“ segir Guðný, en hún eyðir þó ekki miklum tíma í að bursta kollinn enda er hann fallegur eins og hann er.Handsaumaður „Skírnarkjóllinn er handsaumaður af langalangömmu minni og hann er búinn að fara ættliðanna á milli. Hann er örugglega níutíu til hundrað ára,“ segir Guðný og bætir við að nöfn allra barna sem hafi verið skírð í kjólnum séu saumuð í faldinn og hann muni vafalaust halda áfram að ganga ættliða á milli. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Guðný Hrefna Sverrisdóttir, förðunarfræðingur býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra á Álftanesi í fallegu húsi með stórum gluggum og góðu útsýni. „Mér finnst æðislegt að búa hérna. Það er fjölskylduvænt en samt nálægt, sveit í borg.“ Þegar inn er komið er augljóst að við erum hér komin á heimili mikillar smekkkonu, hér blasir við mikið af klassískri og fallegri hönnunarvöru. Það er augljóst að sá sem hér býr hefur gott auga og það er valinn hlutur í hverju horni. „Þetta er svolítið blandað, skandinavískt, gamalt og nýtt,“ segir Guðný og hún bætir við að innanhússhönnun sé eitt af hennar áhugamálum en hún á vefverslunina Minimaldecor.is og ber heimili hennar hönnunaráhuganum augljóst vitni. Hún byrjar að sýna okkur sína uppáhaldshluti og það er ljóst að af nógu er að taka. Uppáhaldsstaður Guðnýar er í stofunni. Þar eru stórir gluggar og við þá stendur Eggið sem hannað var af Arne Jacobsen en stólinn hefur Guðný átt í rúm átta ár og í honum fær hún sér morgunkaffið og nýtur útsýnisins. „Ég sit alltaf hérna með kaffibollann og horfi á útsýnið áður en við förum af stað,“ segir Guðný, en út um gluggann má sjá alla leið frá Seltjarnarnesi og upp í Hafnarfjörð.Vísir/PjeturStofustáss Fyrstu hlutirnir sem Guðný sýnir okkur eru gamlar barnabækur sem margir kannast sjálfsagt við. Bækurnar búa yfir tilfinningalegu gildi ásamt því að vera hið mesta stofustáss. „Amma mín las þær alltaf fyrir mig þegar ég var lítil, þær eru mjög gamlar, örugglega fimmtíu til sextíu ára.“Vísir/PjeturKopar Tom Dixon-ljósið setur mikinn svip á stofuna en það er í miklu uppáhaldi hjá Guðnýju. Ljósið keypti hún sjálf en það hefur í gegnum árin fengið marga hönnunaráhugamanneskjuna til þess að kikna í hnjánum. Kopar hefur einnig verið að koma sterkur inn á síðustu árum og það er augljóst að okkar kona er með trendin á hreinu.Vísir/PjeturSkemmtileg Veggklukkan frá Karlsson setur litríkan og sterkan svip á stofuna, hana keypti Guðný í Berlín. Eigandinn ræður sjálfur hvernig henni er raðað upp og möguleikarnir eru margir. „Það er smá svona valkvíði að velja hvernig á að raða henni upp,“ segir hún og hlær.Vísir/PjeturÍslensk hönnun Fuzzy-kollurinn var hannaður árið 1972 af Sigurði Má Helgasyni. „Ég fékk hann frá vinkonum mínum, saumaklúbbnum, í brúðargjöf,“ segir Guðný, en hún eyðir þó ekki miklum tíma í að bursta kollinn enda er hann fallegur eins og hann er.Handsaumaður „Skírnarkjóllinn er handsaumaður af langalangömmu minni og hann er búinn að fara ættliðanna á milli. Hann er örugglega níutíu til hundrað ára,“ segir Guðný og bætir við að nöfn allra barna sem hafi verið skírð í kjólnum séu saumuð í faldinn og hann muni vafalaust halda áfram að ganga ættliða á milli.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira