Mótun nýs landsliðskjarna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 07:30 Freyr Alexandersson ætlar að byrja að móta framtíð íslenska landsliðsins á Algarve. fréttablaðið/vilhelm Freyr Alexandersson valdi í gær 23 manna leikmannahóp sem heldur til Portúgals um helgina til að taka þátt í hinu árlega Algarve-móti. Freyr sagði á blaðamannafundi í gær að mótið markaði tímamót hjá íslenska landsliðinu. „Við lítum á mótið fyrst og fremst sem upphaf undirbúnings okkar fyrir undankeppni EM 2017,“ segir Freyr en úrslitakeppni EM fer fram í Hollandi. „Þangað ætlum við okkur að komast,“ bætti Freyr við en Ísland verður í efsta styrkleikaflokki í fyrsta sinn frá upphafi þegar dregið verður í riðla í undankeppninni þann 20. apríl. Undankeppnin sjálf hefst svo í september.Minni reynsla í liðinu Eins og Freyr bendir á hafa margir af leikreyndustu leikmönnum Íslands kvatt íslenska landsliðið. „Allir leikmenn sem eiga meira en 100 landsleiki að baki eru hættir,“ segir hann en Freyr og Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari vörðu miklum tíma í síðustu undankeppni til að skoða leikmenn og þróa leikaðferðir. „Við þurfum að koma nýliðum og leikmönnum sem hafa litla leikreynslu betur inn í okkar leikstíl. Við viljum gefa þeim meiri reynslu, stærra hlutverk og fleiri mínútur. Þá eru aðrir reyndir leikmenn, eins og Margrét Lára, Gunnhildur Yrsa og Hólmfríður, að koma til baka og við viljum koma þeim betur inn í málin.“ Hann vonast til að sá leikmannahópur sem haldi nú til Algarve komi til með að mynda kjarna nýs landsliðs næstu árin. „Leikmenn munu áfram þurfa að berjast fyrir sínu sæti og eins og alltaf munu leikmenn detta út og aðrir koma inn. Margir leikmenn fengu tækifæri í síðustu undankeppni og ég hef myndað mér skoðun á ákveðnum kjarna sem ég vona að muni halda sér næstu árin,“ segir Freyr.Hafa bæði vopn í búrinu Freyr hefur lagt ríka áherslu á að liðið spili kröftugan varnarleik og beitt svokallaðri „hápressu“ á andstæðinginn með því að verjast framarlega á vellinum. „Okkur hefur gengið vel að koma okkar hugmyndum til skila. Það fór mikill tími í það og það tókst vel. En að sama skapi höfum við oft á tíðum verið í vandræðum með að verjast nær okkar eigin marki. Það helgast af því að við höfum ekki varið nægilega miklum tíma í að æfa það. Við munum gera það núna og undirbúa okkur þannig að við getum haft bæði vopn í okkar búri.“ Forveri Freys hjá landsliðinu, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, gagnrýndi slæmt leikform leikmanna á undirbúningstímabilinu síðustu ár sín með landsliðinu og lagði Freyr ríka áherslu á að huga vel að því. „Ég fylgdist vel með þessari umræðu á sínum tíma og hann lét mig fá allar þær upplýsingar sem ég bað um. Ég var sammála honum að flestu leyti og því ákváðum við nú að veita leikmönnum mikið aðhald og fengum stuðning KSÍ til þess,“ segir Freyr en hann sagði á fundinum í gær að fyrstu tölur hefðu bent til þess að form leikmanna væri ekki nógu gott. „En leikmenn brugðust vel við því og við fengum síðustu niðurstöður úr mælingum í gær [sunnudag]. Niðurstaðan var frábær. Það sýnir hversu gott hugarfar leikmanna er og það er mikilvægt fyrir landsliðið. Við erum ekki með eins mikla breidd og í öðrum löndum og því þurfum við að vera með leikmenn sem vilja æfa vel og vera í toppstandi.“Verður erfitt á Algarve Ísland verður í sterkum riðli á Algarve, með Bandaríkjunum, Noregi og Sviss. Öll þau lið eru í miðju kafi að búa sig undir úrslitakeppni HM í sumar á meðan Freyr er að stíga fyrstu skrefin í nýju verkefni með sitt lið. „Þetta verður án nokkurs vafa mjög erfitt. Það gæti samt verið gott fyrir okkur því allir okkar vankantar og veikleikar verða berskjaldaðir. Að því leyti getur þetta verið hættulegt en það er frábært tækifæri að fá að vera með liðinu í tíu daga samfleytt og ég vildi ekki skipta þessu móti út fyrir neitt annað.“ Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Sjá meira
Freyr Alexandersson valdi í gær 23 manna leikmannahóp sem heldur til Portúgals um helgina til að taka þátt í hinu árlega Algarve-móti. Freyr sagði á blaðamannafundi í gær að mótið markaði tímamót hjá íslenska landsliðinu. „Við lítum á mótið fyrst og fremst sem upphaf undirbúnings okkar fyrir undankeppni EM 2017,“ segir Freyr en úrslitakeppni EM fer fram í Hollandi. „Þangað ætlum við okkur að komast,“ bætti Freyr við en Ísland verður í efsta styrkleikaflokki í fyrsta sinn frá upphafi þegar dregið verður í riðla í undankeppninni þann 20. apríl. Undankeppnin sjálf hefst svo í september.Minni reynsla í liðinu Eins og Freyr bendir á hafa margir af leikreyndustu leikmönnum Íslands kvatt íslenska landsliðið. „Allir leikmenn sem eiga meira en 100 landsleiki að baki eru hættir,“ segir hann en Freyr og Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari vörðu miklum tíma í síðustu undankeppni til að skoða leikmenn og þróa leikaðferðir. „Við þurfum að koma nýliðum og leikmönnum sem hafa litla leikreynslu betur inn í okkar leikstíl. Við viljum gefa þeim meiri reynslu, stærra hlutverk og fleiri mínútur. Þá eru aðrir reyndir leikmenn, eins og Margrét Lára, Gunnhildur Yrsa og Hólmfríður, að koma til baka og við viljum koma þeim betur inn í málin.“ Hann vonast til að sá leikmannahópur sem haldi nú til Algarve komi til með að mynda kjarna nýs landsliðs næstu árin. „Leikmenn munu áfram þurfa að berjast fyrir sínu sæti og eins og alltaf munu leikmenn detta út og aðrir koma inn. Margir leikmenn fengu tækifæri í síðustu undankeppni og ég hef myndað mér skoðun á ákveðnum kjarna sem ég vona að muni halda sér næstu árin,“ segir Freyr.Hafa bæði vopn í búrinu Freyr hefur lagt ríka áherslu á að liðið spili kröftugan varnarleik og beitt svokallaðri „hápressu“ á andstæðinginn með því að verjast framarlega á vellinum. „Okkur hefur gengið vel að koma okkar hugmyndum til skila. Það fór mikill tími í það og það tókst vel. En að sama skapi höfum við oft á tíðum verið í vandræðum með að verjast nær okkar eigin marki. Það helgast af því að við höfum ekki varið nægilega miklum tíma í að æfa það. Við munum gera það núna og undirbúa okkur þannig að við getum haft bæði vopn í okkar búri.“ Forveri Freys hjá landsliðinu, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, gagnrýndi slæmt leikform leikmanna á undirbúningstímabilinu síðustu ár sín með landsliðinu og lagði Freyr ríka áherslu á að huga vel að því. „Ég fylgdist vel með þessari umræðu á sínum tíma og hann lét mig fá allar þær upplýsingar sem ég bað um. Ég var sammála honum að flestu leyti og því ákváðum við nú að veita leikmönnum mikið aðhald og fengum stuðning KSÍ til þess,“ segir Freyr en hann sagði á fundinum í gær að fyrstu tölur hefðu bent til þess að form leikmanna væri ekki nógu gott. „En leikmenn brugðust vel við því og við fengum síðustu niðurstöður úr mælingum í gær [sunnudag]. Niðurstaðan var frábær. Það sýnir hversu gott hugarfar leikmanna er og það er mikilvægt fyrir landsliðið. Við erum ekki með eins mikla breidd og í öðrum löndum og því þurfum við að vera með leikmenn sem vilja æfa vel og vera í toppstandi.“Verður erfitt á Algarve Ísland verður í sterkum riðli á Algarve, með Bandaríkjunum, Noregi og Sviss. Öll þau lið eru í miðju kafi að búa sig undir úrslitakeppni HM í sumar á meðan Freyr er að stíga fyrstu skrefin í nýju verkefni með sitt lið. „Þetta verður án nokkurs vafa mjög erfitt. Það gæti samt verið gott fyrir okkur því allir okkar vankantar og veikleikar verða berskjaldaðir. Að því leyti getur þetta verið hættulegt en það er frábært tækifæri að fá að vera með liðinu í tíu daga samfleytt og ég vildi ekki skipta þessu móti út fyrir neitt annað.“
Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Sjá meira