TiSA Ögmundur Jónasson skrifar 3. mars 2015 07:00 TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun