Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. vísir/vilhelm „Veðrið er líklega aðeins betra hér en hjá ykkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta, hress og kát í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvernig lífið er á Algarve þar sem stelpurnar okkar hefja leik í Algarve-mótinu gegn Sviss í dag. Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 71 mark í 94 leikjum, er mætt aftur til starfa eftir meiðsli og barneign. Hún spilaði síðast landsleik 31. október 2013. „Það er alveg frábær tilfinning að vera komin aftur. Maður hefur stefnt að þessu allan tímann. Takmarkið var alltaf að koma aftur og þetta er bara byrjunin. Ég þarf að hafa þolinmæði þar sem ég hef verið lengi frá en fyrst og fremst er bara frábært að vera komin aftur í hópinn, vera mætt til Algarve í sólina og spila á móti bestu þjóðum heims. Það gerist ekki betra,“ segir Margrét Lára.Margrét Lára sýnir að hún ber barn undir belti á æfingu liðsins snemma árs 2012.vísir/stefánMarkadrottningin hefur of oft á sínum ferli verið lengi frá vegna meiðsla, en síðasta fjarveran var mun jákvæðari. Hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég datt bara í annað hlutverk. Ég saknaði fótboltans og alls félagsskaparins sem honum fylgir en að sama skapi fær maður lítinn gullmola í hendurnar sem maður týnir sér með. Ég sé ekkert eftir þeim tíma en það er gaman að geta samtvinnað móðurhlutverkið og fótboltann. Það er fátt sem toppar það,“ segir Margrétar Lára sem ætlar sér stóra hluti á seinni hluta ferilsins. „Maður setur auðvitað kröfur á sjálfan sig. Ég ætla ekkert bara að vera með. Ég þarf samt að vera skynsöm því ég hef verið að berjast við meiðsli. Allt gengur samt vel og er á uppleið. Ég er spennt að komast út á völlinn og ég hef fulla trú á að ég geti komið sem betri leikmaður til baka. Ég hef reynsluna og hef róast með aldrinum. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta toppað á mínum ferli núna.“ Margrét er á sínu fyrsta Algarve-móti undir stjórn Freys Alexanderssonar, en spilamennska liðsins hefur tekið miklum breytingum undir hans stjórn. „Ég er bara spennt að komast inn í þetta. Ég þurfti nánast auka töflufundi til að komast inn í þetta en ég hef verið fljót að læra. Ég læri nýja hluti á hverjum degi og hlakka mikið til,“ segir Margrét Lára sem er með fjölskylduna með sér úti. „Litli pjakkurinn er enn á brjósti þannig að hann er með mér hérna úti og pabbi hans líka. KSÍ hefur staðið þétt við bakið á mér og öll fjölskyldan en án þessa fólks væri þetta ekki hægt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en systir hennar, Elísa Viðarsdóttir, er einnig í landslisðhópnum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Veðrið er líklega aðeins betra hér en hjá ykkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta, hress og kát í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvernig lífið er á Algarve þar sem stelpurnar okkar hefja leik í Algarve-mótinu gegn Sviss í dag. Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 71 mark í 94 leikjum, er mætt aftur til starfa eftir meiðsli og barneign. Hún spilaði síðast landsleik 31. október 2013. „Það er alveg frábær tilfinning að vera komin aftur. Maður hefur stefnt að þessu allan tímann. Takmarkið var alltaf að koma aftur og þetta er bara byrjunin. Ég þarf að hafa þolinmæði þar sem ég hef verið lengi frá en fyrst og fremst er bara frábært að vera komin aftur í hópinn, vera mætt til Algarve í sólina og spila á móti bestu þjóðum heims. Það gerist ekki betra,“ segir Margrét Lára.Margrét Lára sýnir að hún ber barn undir belti á æfingu liðsins snemma árs 2012.vísir/stefánMarkadrottningin hefur of oft á sínum ferli verið lengi frá vegna meiðsla, en síðasta fjarveran var mun jákvæðari. Hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég datt bara í annað hlutverk. Ég saknaði fótboltans og alls félagsskaparins sem honum fylgir en að sama skapi fær maður lítinn gullmola í hendurnar sem maður týnir sér með. Ég sé ekkert eftir þeim tíma en það er gaman að geta samtvinnað móðurhlutverkið og fótboltann. Það er fátt sem toppar það,“ segir Margrétar Lára sem ætlar sér stóra hluti á seinni hluta ferilsins. „Maður setur auðvitað kröfur á sjálfan sig. Ég ætla ekkert bara að vera með. Ég þarf samt að vera skynsöm því ég hef verið að berjast við meiðsli. Allt gengur samt vel og er á uppleið. Ég er spennt að komast út á völlinn og ég hef fulla trú á að ég geti komið sem betri leikmaður til baka. Ég hef reynsluna og hef róast með aldrinum. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta toppað á mínum ferli núna.“ Margrét er á sínu fyrsta Algarve-móti undir stjórn Freys Alexanderssonar, en spilamennska liðsins hefur tekið miklum breytingum undir hans stjórn. „Ég er bara spennt að komast inn í þetta. Ég þurfti nánast auka töflufundi til að komast inn í þetta en ég hef verið fljót að læra. Ég læri nýja hluti á hverjum degi og hlakka mikið til,“ segir Margrét Lára sem er með fjölskylduna með sér úti. „Litli pjakkurinn er enn á brjósti þannig að hann er með mér hérna úti og pabbi hans líka. KSÍ hefur staðið þétt við bakið á mér og öll fjölskyldan en án þessa fólks væri þetta ekki hægt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en systir hennar, Elísa Viðarsdóttir, er einnig í landslisðhópnum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn