Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. vísir/vilhelm „Veðrið er líklega aðeins betra hér en hjá ykkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta, hress og kát í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvernig lífið er á Algarve þar sem stelpurnar okkar hefja leik í Algarve-mótinu gegn Sviss í dag. Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 71 mark í 94 leikjum, er mætt aftur til starfa eftir meiðsli og barneign. Hún spilaði síðast landsleik 31. október 2013. „Það er alveg frábær tilfinning að vera komin aftur. Maður hefur stefnt að þessu allan tímann. Takmarkið var alltaf að koma aftur og þetta er bara byrjunin. Ég þarf að hafa þolinmæði þar sem ég hef verið lengi frá en fyrst og fremst er bara frábært að vera komin aftur í hópinn, vera mætt til Algarve í sólina og spila á móti bestu þjóðum heims. Það gerist ekki betra,“ segir Margrét Lára.Margrét Lára sýnir að hún ber barn undir belti á æfingu liðsins snemma árs 2012.vísir/stefánMarkadrottningin hefur of oft á sínum ferli verið lengi frá vegna meiðsla, en síðasta fjarveran var mun jákvæðari. Hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég datt bara í annað hlutverk. Ég saknaði fótboltans og alls félagsskaparins sem honum fylgir en að sama skapi fær maður lítinn gullmola í hendurnar sem maður týnir sér með. Ég sé ekkert eftir þeim tíma en það er gaman að geta samtvinnað móðurhlutverkið og fótboltann. Það er fátt sem toppar það,“ segir Margrétar Lára sem ætlar sér stóra hluti á seinni hluta ferilsins. „Maður setur auðvitað kröfur á sjálfan sig. Ég ætla ekkert bara að vera með. Ég þarf samt að vera skynsöm því ég hef verið að berjast við meiðsli. Allt gengur samt vel og er á uppleið. Ég er spennt að komast út á völlinn og ég hef fulla trú á að ég geti komið sem betri leikmaður til baka. Ég hef reynsluna og hef róast með aldrinum. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta toppað á mínum ferli núna.“ Margrét er á sínu fyrsta Algarve-móti undir stjórn Freys Alexanderssonar, en spilamennska liðsins hefur tekið miklum breytingum undir hans stjórn. „Ég er bara spennt að komast inn í þetta. Ég þurfti nánast auka töflufundi til að komast inn í þetta en ég hef verið fljót að læra. Ég læri nýja hluti á hverjum degi og hlakka mikið til,“ segir Margrét Lára sem er með fjölskylduna með sér úti. „Litli pjakkurinn er enn á brjósti þannig að hann er með mér hérna úti og pabbi hans líka. KSÍ hefur staðið þétt við bakið á mér og öll fjölskyldan en án þessa fólks væri þetta ekki hægt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en systir hennar, Elísa Viðarsdóttir, er einnig í landslisðhópnum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
„Veðrið er líklega aðeins betra hér en hjá ykkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta, hress og kát í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvernig lífið er á Algarve þar sem stelpurnar okkar hefja leik í Algarve-mótinu gegn Sviss í dag. Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 71 mark í 94 leikjum, er mætt aftur til starfa eftir meiðsli og barneign. Hún spilaði síðast landsleik 31. október 2013. „Það er alveg frábær tilfinning að vera komin aftur. Maður hefur stefnt að þessu allan tímann. Takmarkið var alltaf að koma aftur og þetta er bara byrjunin. Ég þarf að hafa þolinmæði þar sem ég hef verið lengi frá en fyrst og fremst er bara frábært að vera komin aftur í hópinn, vera mætt til Algarve í sólina og spila á móti bestu þjóðum heims. Það gerist ekki betra,“ segir Margrét Lára.Margrét Lára sýnir að hún ber barn undir belti á æfingu liðsins snemma árs 2012.vísir/stefánMarkadrottningin hefur of oft á sínum ferli verið lengi frá vegna meiðsla, en síðasta fjarveran var mun jákvæðari. Hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég datt bara í annað hlutverk. Ég saknaði fótboltans og alls félagsskaparins sem honum fylgir en að sama skapi fær maður lítinn gullmola í hendurnar sem maður týnir sér með. Ég sé ekkert eftir þeim tíma en það er gaman að geta samtvinnað móðurhlutverkið og fótboltann. Það er fátt sem toppar það,“ segir Margrétar Lára sem ætlar sér stóra hluti á seinni hluta ferilsins. „Maður setur auðvitað kröfur á sjálfan sig. Ég ætla ekkert bara að vera með. Ég þarf samt að vera skynsöm því ég hef verið að berjast við meiðsli. Allt gengur samt vel og er á uppleið. Ég er spennt að komast út á völlinn og ég hef fulla trú á að ég geti komið sem betri leikmaður til baka. Ég hef reynsluna og hef róast með aldrinum. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta toppað á mínum ferli núna.“ Margrét er á sínu fyrsta Algarve-móti undir stjórn Freys Alexanderssonar, en spilamennska liðsins hefur tekið miklum breytingum undir hans stjórn. „Ég er bara spennt að komast inn í þetta. Ég þurfti nánast auka töflufundi til að komast inn í þetta en ég hef verið fljót að læra. Ég læri nýja hluti á hverjum degi og hlakka mikið til,“ segir Margrét Lára sem er með fjölskylduna með sér úti. „Litli pjakkurinn er enn á brjósti þannig að hann er með mér hérna úti og pabbi hans líka. KSÍ hefur staðið þétt við bakið á mér og öll fjölskyldan en án þessa fólks væri þetta ekki hægt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en systir hennar, Elísa Viðarsdóttir, er einnig í landslisðhópnum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51