Fá 40 milljónir í hestamót sveinn arnarsson skrifar 10. mars 2015 07:00 Erla Björk Örnólfsdóttir Fjörutíu milljónir króna renna úr ríkissjóði á þessu ári til endurbóta á útisvæði reiðkennaranáms við Hólaskóla í Hjaltadal í Skagafirði. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og meðlimur fjárlaganefndar Alþingis, segir þetta hluta af uppbyggingu sem þurfi vegna Landsmóts hestamanna 2016.Haraldur Benediktsson„Þarna er verið að bæta Hólastað og efla hann með viðhaldi og endurbótum á útisvæði fyrir nám í hestafræðum. Þetta verður því vonandi hluti af þeim framkvæmdum sem þarf að fara í á Hólum í sumar,“ segir Haraldur. Upphæðin kom inn á fjárlög eftir breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar. „Ég get bara sagt það að ég bað ekki um þessa aukafjárveitingu. Þú verður að spyrja aðra hvaðan hún kom. Við höfum heldur ekki ákveðið hvernig við munum verja þessum fjármunum,“ segir rektor Hólaskóla, Erla Björk Örnólfsdóttir. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir vinnubrögðin ólíðandi. Lengi hafi tíðkast að einstaklingar og samtök kæmu fyrir fjárlaganefnd til að rökstyðja óskir um framlög. Persónuleg tengsl við nefndarmenn hafi þá getað skipt miklu.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðar„Þessu verklagi var breytt til hins betra á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn ákvað að samþykkja fjölmargar beiðnir fyrir jól án þess að umsóknirnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjárlaganefnd. Þessi vinnubrögð orka tvímælis og við í minnihlutanum höfum gagnrýnt þetta verklag harðlega,“ segir Brynhildur. Peningar sem verða settir í verkefnið á fjárlögum þýða það að mótshaldarar; þrjú hestamannafélög í Skagafirði, þurfa sjálf að setja minna fé í framkvæmdir. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga og varaþingmaður í kjördæminu, segist ekki geta sagt hversu mikið kosti að koma svæðinu í lag fyrir Landsmót. Líklegt er að það sé á annað hundrað milljónir króna. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Fjörutíu milljónir króna renna úr ríkissjóði á þessu ári til endurbóta á útisvæði reiðkennaranáms við Hólaskóla í Hjaltadal í Skagafirði. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og meðlimur fjárlaganefndar Alþingis, segir þetta hluta af uppbyggingu sem þurfi vegna Landsmóts hestamanna 2016.Haraldur Benediktsson„Þarna er verið að bæta Hólastað og efla hann með viðhaldi og endurbótum á útisvæði fyrir nám í hestafræðum. Þetta verður því vonandi hluti af þeim framkvæmdum sem þarf að fara í á Hólum í sumar,“ segir Haraldur. Upphæðin kom inn á fjárlög eftir breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar. „Ég get bara sagt það að ég bað ekki um þessa aukafjárveitingu. Þú verður að spyrja aðra hvaðan hún kom. Við höfum heldur ekki ákveðið hvernig við munum verja þessum fjármunum,“ segir rektor Hólaskóla, Erla Björk Örnólfsdóttir. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir vinnubrögðin ólíðandi. Lengi hafi tíðkast að einstaklingar og samtök kæmu fyrir fjárlaganefnd til að rökstyðja óskir um framlög. Persónuleg tengsl við nefndarmenn hafi þá getað skipt miklu.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðar„Þessu verklagi var breytt til hins betra á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn ákvað að samþykkja fjölmargar beiðnir fyrir jól án þess að umsóknirnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjárlaganefnd. Þessi vinnubrögð orka tvímælis og við í minnihlutanum höfum gagnrýnt þetta verklag harðlega,“ segir Brynhildur. Peningar sem verða settir í verkefnið á fjárlögum þýða það að mótshaldarar; þrjú hestamannafélög í Skagafirði, þurfa sjálf að setja minna fé í framkvæmdir. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga og varaþingmaður í kjördæminu, segist ekki geta sagt hversu mikið kosti að koma svæðinu í lag fyrir Landsmót. Líklegt er að það sé á annað hundrað milljónir króna.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira