Ég vænti þess að menn vilji vinna titla með sínu félagi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2015 07:00 Sveinbjörn spilar ekki fyrir annað félag en ÍR. Vísir/stefán ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl. Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl.
Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira