Eiður Smári getur náð aftur metinu sem pabbi hans átti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 08:00 Vísir/Getty Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands Sjá meira
Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands Sjá meira