Fyrst pirraðir og svo reyndum við að hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2015 07:00 Ragnar Sigurðsson vísir/getty Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira