Mætir þegar maður er valinn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 06:30 Eiður Smári Guðjohnsen er mættur í sitt fyrsta landsliðsverkefni í sextán mánuði og þessi mikil reynslubolti verður til taks á móti Kasakstan á laugardaginn. Það eru margir sem fagna því að sjá markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi klæðast landsliðsbúningnum á nýjan leik. „Það gleður mig að það séu einhverjir ánægðir með að sjá mig í landsliðinu aftur en ég er líka mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Eiður Smári við Fréttablaðið í gær. Eiður segist aldrei hafa lokað á það að spila aftur með landsliðinu en til þess að svo yrði þurftu réttu aðstæðurnar að skapast. Eiður hefur spilað vel með Bolton í ensku b-deildinni í vetur og lítur vel út. „Ég held að þetta sé mjög einfalt. Ég byrjaði að spila fótbolta reglulega og það hefur gengið þokkalega vel. Ég er í fínasta standi og meiðslalaus. Fyrir mér varð þetta að vera þannig ef kallið kæmi,“ sagði Eiður Smári, en það var símtal frá Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins, sem kom hlutunum á hreyfingu. „Ég heyrði í Heimi og hann spurði hvernig staðan væri á mér og hvernig ég sæi þetta fyrir mér og þá hvort ég væri búinn að loka á landsliðið. Ég sagði honum að það væri engan veginn staðan. Ég var ekki búinn að loka á neitt en þarna var komin upp staða sem ég bjóst ekki við. Þegar hann tjáði mér að þeir hefðu hug á því að velja mig þá var það bara sjálfsagt mál að mæta. Þegar maður er valinn í landsliðið þá mætir maður,“ segir Eiður brosandi. Það er enn í fersku minni margra viðtal hans eftir tapið í umspilsleiknum í Króatíu í nóvember 2013, en þá var eins og Eiður væri að kveðja landsliðið. „Á þeirri stundu hafði maður það á tilfinningunni að þetta hefði hugsanlega verið síðasti landsleikurinn. Maður sér aldrei inn í framtíðina. Auðvitað var ég ekki að vonast til þess að þetta væri síðasti landsleikurinn en ég er raunsær og ég sá ekki alveg framtíðina fyrir mér því ég var samningslaus á þeim tíma. Ég vissi því ekki alveg hvað myndi taka við. Hlutirnir breytast hins vegar fljótt í fótbolta,“ segir Eiður Smári. Það á eftir að koma í ljós hvert hlutverk Eiðs Smára verður í leiknum við Kasaka en það er þó langlíklegast að hann byrji á bekknum en komi svo inn á í seinni hálfleik þegar Lars og Heimir þurfa einhverja nýja vídd í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég spila það hlutverk sem ég er beðinn um. Það verður ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur í sitt fyrsta landsliðsverkefni í sextán mánuði og þessi mikil reynslubolti verður til taks á móti Kasakstan á laugardaginn. Það eru margir sem fagna því að sjá markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi klæðast landsliðsbúningnum á nýjan leik. „Það gleður mig að það séu einhverjir ánægðir með að sjá mig í landsliðinu aftur en ég er líka mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Eiður Smári við Fréttablaðið í gær. Eiður segist aldrei hafa lokað á það að spila aftur með landsliðinu en til þess að svo yrði þurftu réttu aðstæðurnar að skapast. Eiður hefur spilað vel með Bolton í ensku b-deildinni í vetur og lítur vel út. „Ég held að þetta sé mjög einfalt. Ég byrjaði að spila fótbolta reglulega og það hefur gengið þokkalega vel. Ég er í fínasta standi og meiðslalaus. Fyrir mér varð þetta að vera þannig ef kallið kæmi,“ sagði Eiður Smári, en það var símtal frá Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins, sem kom hlutunum á hreyfingu. „Ég heyrði í Heimi og hann spurði hvernig staðan væri á mér og hvernig ég sæi þetta fyrir mér og þá hvort ég væri búinn að loka á landsliðið. Ég sagði honum að það væri engan veginn staðan. Ég var ekki búinn að loka á neitt en þarna var komin upp staða sem ég bjóst ekki við. Þegar hann tjáði mér að þeir hefðu hug á því að velja mig þá var það bara sjálfsagt mál að mæta. Þegar maður er valinn í landsliðið þá mætir maður,“ segir Eiður brosandi. Það er enn í fersku minni margra viðtal hans eftir tapið í umspilsleiknum í Króatíu í nóvember 2013, en þá var eins og Eiður væri að kveðja landsliðið. „Á þeirri stundu hafði maður það á tilfinningunni að þetta hefði hugsanlega verið síðasti landsleikurinn. Maður sér aldrei inn í framtíðina. Auðvitað var ég ekki að vonast til þess að þetta væri síðasti landsleikurinn en ég er raunsær og ég sá ekki alveg framtíðina fyrir mér því ég var samningslaus á þeim tíma. Ég vissi því ekki alveg hvað myndi taka við. Hlutirnir breytast hins vegar fljótt í fótbolta,“ segir Eiður Smári. Það á eftir að koma í ljós hvert hlutverk Eiðs Smára verður í leiknum við Kasaka en það er þó langlíklegast að hann byrji á bekknum en komi svo inn á í seinni hálfleik þegar Lars og Heimir þurfa einhverja nýja vídd í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég spila það hlutverk sem ég er beðinn um. Það verður ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira