Taka tvö gegn Tékkum í Dalnum í júníbyrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2015 06:00 Strákarnir fagna hér marki Eiðs Smára en hann braut ísinn í leiknum og eftir það varð allt auðveldara. fréttablaðið/afp Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira