Taka tvö gegn Tékkum í Dalnum í júníbyrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2015 06:00 Strákarnir fagna hér marki Eiðs Smára en hann braut ísinn í leiknum og eftir það varð allt auðveldara. fréttablaðið/afp Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira