Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Sveinn Arnarsson skrifar 4. apríl 2015 08:30 Lagt er til að um eitt hundrað þessara starfa verði staðsett í Skagafirði. Vísir/Pjetur 90 störf verða flutt á Norðvesturland auk þess sem 40 ný opinber störf verða til í landshlutanum, langflest þeirra í Skagafirði, ef tillögur landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra ná fram að ganga. Nærri eitt hundrað þessara starfa verða í Skagafirði, samkvæmt tillögum nefndarinnar. Áður hefur verið greint frá tveimur liðum í skýrslu landshlutanefndarinnar í fjölmiðlum; hugsanlegum flutningi heimahafnar varðskipa Landhelgisgæslunnar til Sauðárkróks og flutningi höfuðstöðva RARIK til Skagafjarðar. Fréttablaðið hefur nú skýrslu nefndarinnar undir höndum. Í henni eru settar fram 25 tillögur um flutning opinberra starfa í landshlutann sem og hugmyndir um ný opinber störf sem geti orðið til í landshlutanum.Stefán Vagn Stefánsson var formaður nefndarinnarStefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði og formaður nefndarinnar, segir allar þær tillögur sem birtast í skýrslunni vera framkvæmanlegar. Skýrslan sé nú til meðhöndlunar í forsætisráðuneytinu og bíði afgreiðslu ríkisstjórnar. „Við vonum að sem flestar af þessum tillögum verði að veruleika. Landshlutinn hefur í langan tíma verið í mikilli varnarbaráttu. Við höfum einnig séð að verkefni hafa oft og tíðum ekki ratað til landshlutans. Það er síðan forsætisráðuneytisins að meta þær tillögur sem við komum með. Ég á svo von á því að niðurstaða fáist fljótlega.“ Auk Stefán Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Ásmundur Einar var starfsmaður Norðvesturnefndarinnar sem aðstoðarmaður forsætisráðherraVísirFram kemur í skýrslunni að markmiðið sé að efla byggð á Norðurlandi vestra. Bent er á leiðir um hvernig stuðla megi að aukinni fjárfestingu á svæðinu, fjölga atvinnutækifærum og stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Erfitt er að henda reiður á kostnaði við þessar tillögur nefndarinnar. Sautján verkefni af 25 eru metin á um 370 milljónir króna, sem kæmi úr ríkissjóði. Þessar tillögur eru almenn verkefni sem og verkefni sem fela í sér sköpun um 29 stöðugilda. Til samanburðar er nýlegur ívilnunarsamningur hins opinbera við Matorku metinn á um 425 milljónir króna. Átta tillögur nefndarinnar eru þannig að um er að ræða flutning opinberra starfa inn í landshlutann frá öðrum svæðum, að mestum hluta frá höfuðborgarsvæðinu. Þar er um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Segir í inngangi skýrslunnar að erfitt sé að meta kostnað við þær. Kostnaður myndi að öllum líkindum aðeins falla til við flutning starfanna en eftir það ætti árlegur kostnaður að vera svipaður og áður. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
90 störf verða flutt á Norðvesturland auk þess sem 40 ný opinber störf verða til í landshlutanum, langflest þeirra í Skagafirði, ef tillögur landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra ná fram að ganga. Nærri eitt hundrað þessara starfa verða í Skagafirði, samkvæmt tillögum nefndarinnar. Áður hefur verið greint frá tveimur liðum í skýrslu landshlutanefndarinnar í fjölmiðlum; hugsanlegum flutningi heimahafnar varðskipa Landhelgisgæslunnar til Sauðárkróks og flutningi höfuðstöðva RARIK til Skagafjarðar. Fréttablaðið hefur nú skýrslu nefndarinnar undir höndum. Í henni eru settar fram 25 tillögur um flutning opinberra starfa í landshlutann sem og hugmyndir um ný opinber störf sem geti orðið til í landshlutanum.Stefán Vagn Stefánsson var formaður nefndarinnarStefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði og formaður nefndarinnar, segir allar þær tillögur sem birtast í skýrslunni vera framkvæmanlegar. Skýrslan sé nú til meðhöndlunar í forsætisráðuneytinu og bíði afgreiðslu ríkisstjórnar. „Við vonum að sem flestar af þessum tillögum verði að veruleika. Landshlutinn hefur í langan tíma verið í mikilli varnarbaráttu. Við höfum einnig séð að verkefni hafa oft og tíðum ekki ratað til landshlutans. Það er síðan forsætisráðuneytisins að meta þær tillögur sem við komum með. Ég á svo von á því að niðurstaða fáist fljótlega.“ Auk Stefán Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Ásmundur Einar var starfsmaður Norðvesturnefndarinnar sem aðstoðarmaður forsætisráðherraVísirFram kemur í skýrslunni að markmiðið sé að efla byggð á Norðurlandi vestra. Bent er á leiðir um hvernig stuðla megi að aukinni fjárfestingu á svæðinu, fjölga atvinnutækifærum og stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Erfitt er að henda reiður á kostnaði við þessar tillögur nefndarinnar. Sautján verkefni af 25 eru metin á um 370 milljónir króna, sem kæmi úr ríkissjóði. Þessar tillögur eru almenn verkefni sem og verkefni sem fela í sér sköpun um 29 stöðugilda. Til samanburðar er nýlegur ívilnunarsamningur hins opinbera við Matorku metinn á um 425 milljónir króna. Átta tillögur nefndarinnar eru þannig að um er að ræða flutning opinberra starfa inn í landshlutann frá öðrum svæðum, að mestum hluta frá höfuðborgarsvæðinu. Þar er um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Segir í inngangi skýrslunnar að erfitt sé að meta kostnað við þær. Kostnaður myndi að öllum líkindum aðeins falla til við flutning starfanna en eftir það ætti árlegur kostnaður að vera svipaður og áður.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira