Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Sveinn Arnarsson skrifar 4. apríl 2015 08:30 Lagt er til að um eitt hundrað þessara starfa verði staðsett í Skagafirði. Vísir/Pjetur 90 störf verða flutt á Norðvesturland auk þess sem 40 ný opinber störf verða til í landshlutanum, langflest þeirra í Skagafirði, ef tillögur landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra ná fram að ganga. Nærri eitt hundrað þessara starfa verða í Skagafirði, samkvæmt tillögum nefndarinnar. Áður hefur verið greint frá tveimur liðum í skýrslu landshlutanefndarinnar í fjölmiðlum; hugsanlegum flutningi heimahafnar varðskipa Landhelgisgæslunnar til Sauðárkróks og flutningi höfuðstöðva RARIK til Skagafjarðar. Fréttablaðið hefur nú skýrslu nefndarinnar undir höndum. Í henni eru settar fram 25 tillögur um flutning opinberra starfa í landshlutann sem og hugmyndir um ný opinber störf sem geti orðið til í landshlutanum.Stefán Vagn Stefánsson var formaður nefndarinnarStefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði og formaður nefndarinnar, segir allar þær tillögur sem birtast í skýrslunni vera framkvæmanlegar. Skýrslan sé nú til meðhöndlunar í forsætisráðuneytinu og bíði afgreiðslu ríkisstjórnar. „Við vonum að sem flestar af þessum tillögum verði að veruleika. Landshlutinn hefur í langan tíma verið í mikilli varnarbaráttu. Við höfum einnig séð að verkefni hafa oft og tíðum ekki ratað til landshlutans. Það er síðan forsætisráðuneytisins að meta þær tillögur sem við komum með. Ég á svo von á því að niðurstaða fáist fljótlega.“ Auk Stefán Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Ásmundur Einar var starfsmaður Norðvesturnefndarinnar sem aðstoðarmaður forsætisráðherraVísirFram kemur í skýrslunni að markmiðið sé að efla byggð á Norðurlandi vestra. Bent er á leiðir um hvernig stuðla megi að aukinni fjárfestingu á svæðinu, fjölga atvinnutækifærum og stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Erfitt er að henda reiður á kostnaði við þessar tillögur nefndarinnar. Sautján verkefni af 25 eru metin á um 370 milljónir króna, sem kæmi úr ríkissjóði. Þessar tillögur eru almenn verkefni sem og verkefni sem fela í sér sköpun um 29 stöðugilda. Til samanburðar er nýlegur ívilnunarsamningur hins opinbera við Matorku metinn á um 425 milljónir króna. Átta tillögur nefndarinnar eru þannig að um er að ræða flutning opinberra starfa inn í landshlutann frá öðrum svæðum, að mestum hluta frá höfuðborgarsvæðinu. Þar er um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Segir í inngangi skýrslunnar að erfitt sé að meta kostnað við þær. Kostnaður myndi að öllum líkindum aðeins falla til við flutning starfanna en eftir það ætti árlegur kostnaður að vera svipaður og áður. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
90 störf verða flutt á Norðvesturland auk þess sem 40 ný opinber störf verða til í landshlutanum, langflest þeirra í Skagafirði, ef tillögur landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra ná fram að ganga. Nærri eitt hundrað þessara starfa verða í Skagafirði, samkvæmt tillögum nefndarinnar. Áður hefur verið greint frá tveimur liðum í skýrslu landshlutanefndarinnar í fjölmiðlum; hugsanlegum flutningi heimahafnar varðskipa Landhelgisgæslunnar til Sauðárkróks og flutningi höfuðstöðva RARIK til Skagafjarðar. Fréttablaðið hefur nú skýrslu nefndarinnar undir höndum. Í henni eru settar fram 25 tillögur um flutning opinberra starfa í landshlutann sem og hugmyndir um ný opinber störf sem geti orðið til í landshlutanum.Stefán Vagn Stefánsson var formaður nefndarinnarStefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði og formaður nefndarinnar, segir allar þær tillögur sem birtast í skýrslunni vera framkvæmanlegar. Skýrslan sé nú til meðhöndlunar í forsætisráðuneytinu og bíði afgreiðslu ríkisstjórnar. „Við vonum að sem flestar af þessum tillögum verði að veruleika. Landshlutinn hefur í langan tíma verið í mikilli varnarbaráttu. Við höfum einnig séð að verkefni hafa oft og tíðum ekki ratað til landshlutans. Það er síðan forsætisráðuneytisins að meta þær tillögur sem við komum með. Ég á svo von á því að niðurstaða fáist fljótlega.“ Auk Stefán Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Ásmundur Einar var starfsmaður Norðvesturnefndarinnar sem aðstoðarmaður forsætisráðherraVísirFram kemur í skýrslunni að markmiðið sé að efla byggð á Norðurlandi vestra. Bent er á leiðir um hvernig stuðla megi að aukinni fjárfestingu á svæðinu, fjölga atvinnutækifærum og stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Erfitt er að henda reiður á kostnaði við þessar tillögur nefndarinnar. Sautján verkefni af 25 eru metin á um 370 milljónir króna, sem kæmi úr ríkissjóði. Þessar tillögur eru almenn verkefni sem og verkefni sem fela í sér sköpun um 29 stöðugilda. Til samanburðar er nýlegur ívilnunarsamningur hins opinbera við Matorku metinn á um 425 milljónir króna. Átta tillögur nefndarinnar eru þannig að um er að ræða flutning opinberra starfa inn í landshlutann frá öðrum svæðum, að mestum hluta frá höfuðborgarsvæðinu. Þar er um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Segir í inngangi skýrslunnar að erfitt sé að meta kostnað við þær. Kostnaður myndi að öllum líkindum aðeins falla til við flutning starfanna en eftir það ætti árlegur kostnaður að vera svipaður og áður.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira