Íbúar Kaliforníu spara við sig vatnið Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. apríl 2015 06:00 Tóm vatnsþró í hæðunum fyrir ofan Los Angeles. Nordicphotos/AFP „Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum. Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
„Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum.
Loftslagsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira