Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. apríl 2015 07:15 Á hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra situr Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en á vinstri hönd eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. VÍSIR/ERNIR „Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
„Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira