Þér er ekki boðið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. apríl 2015 07:00 Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun