Hildur getur kvatt sem meistari í Hólminum í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hildur Sigurðardóttir getur kvatt sem meistari. vísir/Ernir Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira