Ég elska Snæfell og elska að vera í þessum bæ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2015 06:00 Hildur Sigurðardóttir lyftir Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð, en þetta var líklega hennar síðasti leikur á ferlinum. Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn