Píratar geta þetta Stjórnarmaðurinn skrifar 6. maí 2015 07:00 Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira