Breiðholtið í stelpunni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. maí 2015 08:00 Á Twitter-síðu Stjörnunnar var verið að grínast með að setja vopnaleitarhlið á völlinn vegna komu Breiðholtsliðsins Leiknis til Garðabæjar um helgina. Ekkert sérlega fyndið en fékk mig til að hugsa um ræturnar. Ég er nefnilega stoltur Breiðhyltingur. Úr Fellunum. Ekki úr einbýlishúsi í Seljahverfi. Afsakið villingahrokann. Ég man eftir því að hafa farið á Samfés-ball með Fellahelli þar sem unglingar af öllu Stór-Reykjarvíkursvæðinu komu saman. Ég var þrettán ára og skítstressuð. Í hermannaklossum með stáltá, mótorhjólaleðurjakka og lágt tagl – og fullan munn af barnatönnum. Ófermd skjáta sem reyndi að fela sakleysið með svörtum augnblýanti, maskara og sígarettu í munnvikinu. Húsið var fullt af unglingum. Ballerínuteinréttum stelpum með teina. Óttinn náði heljargreipum á andlitinu þannig að það var eins og svipurinn yrði harðari, óttinn í augunum minnti á ofsa og stressaðir hnúarnir létu mig líta út eins og ég væri til í slaginn. Vöðvarnir herptust saman og axlirnar drógust upp að eyrum þannig að 150 sentímetra skrokkurinn (þau heilu ósköp!) skrapp saman um fimm sentímetra. Ég var eins og samankreist reiðisprengja. Misskilin reiðisprengja í hvítum barnanærbol og með barnabumbu. Ég týndi hjörðinni minni og til að ná andanum dreif ég mig inn á kvennaklósett. Þar voru þrjár stelpur að setja á sig gloss fyrir framan spegilinn. Með sítt, slegið, slétt hár. Brúnar og berfættar í Nike-skóm. Í hvítum 501, wonderbra og vel úðaðar af ávaxtaspreyi. Þær áttu örugglega allar hund. Örugglega labrador. Gulan labrador. Mikið voru þær ótrúlega fallegar. Mig langaði svo að skoða þær þótt ég hafi ekki fyrir mitt litla líf þorað að koma nálægt þeim. Ég gjóaði augunum á þær og því miður tóku þær eftir því. Tóku eftir mér. „Hvaðan ert þú?“ spurði ein þeirra. Ég var svo feimin að mig langaði að hverfa. „Fellunum,“ svaraði ég snaggaralega og með kvíðagrettu á andlitinu. Spennuþrungin þögn í ógurlega langar þrjár sekúndur. „Ó, guð minn góður! Ertu að fara að berja okkur?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Á Twitter-síðu Stjörnunnar var verið að grínast með að setja vopnaleitarhlið á völlinn vegna komu Breiðholtsliðsins Leiknis til Garðabæjar um helgina. Ekkert sérlega fyndið en fékk mig til að hugsa um ræturnar. Ég er nefnilega stoltur Breiðhyltingur. Úr Fellunum. Ekki úr einbýlishúsi í Seljahverfi. Afsakið villingahrokann. Ég man eftir því að hafa farið á Samfés-ball með Fellahelli þar sem unglingar af öllu Stór-Reykjarvíkursvæðinu komu saman. Ég var þrettán ára og skítstressuð. Í hermannaklossum með stáltá, mótorhjólaleðurjakka og lágt tagl – og fullan munn af barnatönnum. Ófermd skjáta sem reyndi að fela sakleysið með svörtum augnblýanti, maskara og sígarettu í munnvikinu. Húsið var fullt af unglingum. Ballerínuteinréttum stelpum með teina. Óttinn náði heljargreipum á andlitinu þannig að það var eins og svipurinn yrði harðari, óttinn í augunum minnti á ofsa og stressaðir hnúarnir létu mig líta út eins og ég væri til í slaginn. Vöðvarnir herptust saman og axlirnar drógust upp að eyrum þannig að 150 sentímetra skrokkurinn (þau heilu ósköp!) skrapp saman um fimm sentímetra. Ég var eins og samankreist reiðisprengja. Misskilin reiðisprengja í hvítum barnanærbol og með barnabumbu. Ég týndi hjörðinni minni og til að ná andanum dreif ég mig inn á kvennaklósett. Þar voru þrjár stelpur að setja á sig gloss fyrir framan spegilinn. Með sítt, slegið, slétt hár. Brúnar og berfættar í Nike-skóm. Í hvítum 501, wonderbra og vel úðaðar af ávaxtaspreyi. Þær áttu örugglega allar hund. Örugglega labrador. Gulan labrador. Mikið voru þær ótrúlega fallegar. Mig langaði svo að skoða þær þótt ég hafi ekki fyrir mitt litla líf þorað að koma nálægt þeim. Ég gjóaði augunum á þær og því miður tóku þær eftir því. Tóku eftir mér. „Hvaðan ert þú?“ spurði ein þeirra. Ég var svo feimin að mig langaði að hverfa. „Fellunum,“ svaraði ég snaggaralega og með kvíðagrettu á andlitinu. Spennuþrungin þögn í ógurlega langar þrjár sekúndur. „Ó, guð minn góður! Ertu að fara að berja okkur?“