7.200 skjöl bíða þinglýsingar sýslumanns Viktoría Hermannsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Öll þessi skjöl bíða þinglýsingar og það mun taka tíma að vinna niður bunkann þegar verkfalli lýkur. Fréttablaðið/Vilhelm Um 7.200 skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls félagsmanna BHM sem starfa hjá embættinu. Ekki er til nákvæm sundurliðun á tegund skjala en gera má ráð fyrir að meirihluti skjalanna tengist fasteignaviðskiptum. Engum samningum vegna fasteignakaupa hefur verið þinglýst frá því 1. apríl. „Þetta er auðvitað farið að valda miklum óþægindum, bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þar sem kaupsamningum og lánaskjölum er ekki þinglýst meðan á verkfalli stendur eru lán vegna kaupa ekki greidd út af lánastofnunum á meðan. „Við höfum gripið til þess ráðs til að reyna að halda í horfinu, svo það hallist ekki á hjá kaupanda og seljanda, að fólk semji um það að greiðslur sem áttu að hafa borist beri þá 6 prósent vexti sem eru lægstu vextir miðað við vaxtatöflu Seðlabankans á óverðtryggðum lánum,“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn skilning og er sátt við þessa lausn miðað við aðstæður, hvorugur aðili getur haft áhrif á framgang mála,“ segir hún. Ingibjörg segir einkennilegt að bara lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu séu í verkfalli en ekki úti á landi og spyr hvers vegna verkfallinu sé ekki dreift milli embætta. „Hér bítur það grimmast. Maður trúir ekki öðru en að þetta fari að leysast. Annars þarf yfirvaldið að fara að grípa til einhverra ráðstafana því þetta er orðið svo mikið tjón. Bæði í þessum geira og víðar,“ segir hún. „Það er ekki í lagi að lama fjármálageirann með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að um 20 milljarðar sem varði kaupsamningsfjárhæðirnar séu í frystingu. Varlega áætlað eru 50 til 70 prósent af því lán sem standa föst,“ segir Ingibjörg. Það er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna upp þau mál sem bíða afgreiðslu eftir að verkfalli lýkur. Það eru þó ekki bara fasteignakaupendur og -seljendur sem lenda í vandræðum. Öll önnur erindi sem snúa að þinglýsingum bíða líka og hefur aðeins eitt mál fengið undanþágu hjá sérstakri undanþágunefnd. „Það mun taka tíma að vinna þetta niður,“ segir Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Mál eru móttekin þar sem starfsfólk í afgreiðslu og á skrifstofu er ekki í verkfalli en þau eru ekki afgreidd. „Það er allt stopp. Eina starfsemin sem er að mestu óbreytt er afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina,“ segir Þuríður. Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Um 7.200 skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls félagsmanna BHM sem starfa hjá embættinu. Ekki er til nákvæm sundurliðun á tegund skjala en gera má ráð fyrir að meirihluti skjalanna tengist fasteignaviðskiptum. Engum samningum vegna fasteignakaupa hefur verið þinglýst frá því 1. apríl. „Þetta er auðvitað farið að valda miklum óþægindum, bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þar sem kaupsamningum og lánaskjölum er ekki þinglýst meðan á verkfalli stendur eru lán vegna kaupa ekki greidd út af lánastofnunum á meðan. „Við höfum gripið til þess ráðs til að reyna að halda í horfinu, svo það hallist ekki á hjá kaupanda og seljanda, að fólk semji um það að greiðslur sem áttu að hafa borist beri þá 6 prósent vexti sem eru lægstu vextir miðað við vaxtatöflu Seðlabankans á óverðtryggðum lánum,“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn skilning og er sátt við þessa lausn miðað við aðstæður, hvorugur aðili getur haft áhrif á framgang mála,“ segir hún. Ingibjörg segir einkennilegt að bara lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu séu í verkfalli en ekki úti á landi og spyr hvers vegna verkfallinu sé ekki dreift milli embætta. „Hér bítur það grimmast. Maður trúir ekki öðru en að þetta fari að leysast. Annars þarf yfirvaldið að fara að grípa til einhverra ráðstafana því þetta er orðið svo mikið tjón. Bæði í þessum geira og víðar,“ segir hún. „Það er ekki í lagi að lama fjármálageirann með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að um 20 milljarðar sem varði kaupsamningsfjárhæðirnar séu í frystingu. Varlega áætlað eru 50 til 70 prósent af því lán sem standa föst,“ segir Ingibjörg. Það er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna upp þau mál sem bíða afgreiðslu eftir að verkfalli lýkur. Það eru þó ekki bara fasteignakaupendur og -seljendur sem lenda í vandræðum. Öll önnur erindi sem snúa að þinglýsingum bíða líka og hefur aðeins eitt mál fengið undanþágu hjá sérstakri undanþágunefnd. „Það mun taka tíma að vinna þetta niður,“ segir Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Mál eru móttekin þar sem starfsfólk í afgreiðslu og á skrifstofu er ekki í verkfalli en þau eru ekki afgreidd. „Það er allt stopp. Eina starfsemin sem er að mestu óbreytt er afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina,“ segir Þuríður.
Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira