Svona þjálfar þú grindarbotninn Sigga Dögg skrifar 1. júní 2015 11:00 Margar konur vanrækja grindarbotnsvöðvann eða jafnvel þjálfa hann vitlaust. Það er mikilvægt að hafa grindarbotninn í lagi en ef þú glímir við áreynsluþvagleka; þá kemur smá þvag þegar þú hlærð, hoppar eða hnerrar, þá getur það verið merki um að nú þurfi að styrkja grindarbotninn. Sterkur grindarbotn getur leitt af sér aukinn unað í kynlífi og er sérstaklega mikilvægt að styrkja hann fyrir meðgöngu og eftir fæðingu. Þessar æfingar hjálpa þér að koma vöðvanum í lag. - Til að staðsetja vöðvann getur þú stöðvað bununa þegar þú pissar. Ekki þjálfa vöðvann svona að staðaldri því það getur valdið sýkingum, þetta er bara fyrir þig að finna hvernig það er að spenna. - Gott er að sitja á bríkinni á stól þegar æfingin er gerð. - Ef botninn er slappur er gott að byrja liggjandi á hlið. - Þá er gott að spenna bæði grindarbotninn og endaþarminn (ekki rassinn, ef þú lyftist upp þá ertu að spenna rassvöðvann). - Þú spennir og telur upp að 10 og passar að halda spennunni allan tímann. - Svo er mikilvægt að slaka á og telja upp að 15. - Þetta endurtekur þú svo tíu sinnum; kreppa í 10 sekúndur og hvíla í 15 sekúndur. - Þetta er gott að endurtaka fimm sinnum yfir daginn. - Þegar þú hefur náð góðum tökum á þessu þá er gott að þjálfa bæði úthald og styrkinn með því að bæta við æfingu þar sem er haldið í 5 sekúndur og hvílt í 5 sekúndur og það endurtekið tíu sinnum í röð og svo fimm sinnum yfir daginn, auk fyrri æfinganna. Heilsa Heilsa video Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið
Margar konur vanrækja grindarbotnsvöðvann eða jafnvel þjálfa hann vitlaust. Það er mikilvægt að hafa grindarbotninn í lagi en ef þú glímir við áreynsluþvagleka; þá kemur smá þvag þegar þú hlærð, hoppar eða hnerrar, þá getur það verið merki um að nú þurfi að styrkja grindarbotninn. Sterkur grindarbotn getur leitt af sér aukinn unað í kynlífi og er sérstaklega mikilvægt að styrkja hann fyrir meðgöngu og eftir fæðingu. Þessar æfingar hjálpa þér að koma vöðvanum í lag. - Til að staðsetja vöðvann getur þú stöðvað bununa þegar þú pissar. Ekki þjálfa vöðvann svona að staðaldri því það getur valdið sýkingum, þetta er bara fyrir þig að finna hvernig það er að spenna. - Gott er að sitja á bríkinni á stól þegar æfingin er gerð. - Ef botninn er slappur er gott að byrja liggjandi á hlið. - Þá er gott að spenna bæði grindarbotninn og endaþarminn (ekki rassinn, ef þú lyftist upp þá ertu að spenna rassvöðvann). - Þú spennir og telur upp að 10 og passar að halda spennunni allan tímann. - Svo er mikilvægt að slaka á og telja upp að 15. - Þetta endurtekur þú svo tíu sinnum; kreppa í 10 sekúndur og hvíla í 15 sekúndur. - Þetta er gott að endurtaka fimm sinnum yfir daginn. - Þegar þú hefur náð góðum tökum á þessu þá er gott að þjálfa bæði úthald og styrkinn með því að bæta við æfingu þar sem er haldið í 5 sekúndur og hvílt í 5 sekúndur og það endurtekið tíu sinnum í röð og svo fimm sinnum yfir daginn, auk fyrri æfinganna.
Heilsa Heilsa video Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið