Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Á síðunni hafa fjölmargar konur sagt frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. NORDICPHOTOS/GETTY Inni á Facebook-hópnum Beauty Tips hafa á síðasta sólarhring hundruð kvenna sem eru meðlimir hópsins deilt reynslu sinni af því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hópurinn er lokaður en meðlimir eru um 24 þúsund talsins. Sögunum hefur verið deilt undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Um sannkallaða byltingu er að ræða þar sem þolendur kynferðisofbeldis skila skömminni og margar eru að segja í fyrsta skipti frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir.„Ég skammaðist mín alltaf fyrir að hafa lent í þessu sem varð til þess að ég var með mjög lítið sjálfsálit,“ segir Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir, ein þeirra sem deildu reynslu sinni inni á Beauty Tips en áður hafði hún sagt sögu sína í Kvennablaðinu. Andreu var nauðgað þegar hún var unglingur en sagði engum frá, ekki fyrr en hún var áreitt af tveimur yfirmönnum sínum fyrir tveimur árum. „Það að segja frá losaði mig við mikla byrði í sálinni,“ segir Andrea sem á þrjár dætur. „Ég vil að dætur mínar alist upp í heimi sem er laus við þetta. Ég vil leggja allt mitt af mörkum til þess að þetta hætti.“ Andrea líkir frásögnum kvennanna á síðunni við byltingu. „Það verður að stoppa þetta og það þarf alltaf byltingu til að stoppa alla hluti. Við eigum ekki að sætta okkur við að kynferðisofbeldi sé til.“Sigríður Tinna Einarsdóttir.Sigríður Tinna Einarsdóttir sagði líka frá sinni reynslu. Hún segir blendnar tilfinningar hafa fylgt því að opinbera reynslu sína á þessum vettvangi. „Ég er búin að fara þrisvar að gráta í dag en er samt ótrúlega stolt af mér og öðrum. Orð skipta máli og þegar við stöndum saman þá verður allt auðveldara. Þegar það eru svona margar raddir þá tölum við svo hátt,“ segir Sigríður sem vonast til þess að þessi bylting verði til þess að sem flestir þolendur ofbeldis skili skömminni. „Ef mín frásögn hjálpar einni við að segja frá þá er tilganginum náð. Ég á tvær stelpur, tveggja og þriggja ára, og ég vona að þegar þær verði orðnar unglingar þá detti þeim aldrei í hug að þær þurfi að þegja yfir því ef einhver meiðir þær.“ Margar kvennanna voru að segja frá ofbeldinu í fyrsta skipti, einnig var áberandi að konurnar lýstu reynslu sinni af því að hafa kært en málið hafi verið fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum.Hér fyrir neðan má sjá brot úr frásögnum nokkurra kvennana:„Ég var 9 ára þegar stóri frændi minn, sem ég dýrkaði og dáði, misnotaði mig. Þegar ég loksins fann kjarkinn til að segja honum að ég vildi ekki gera þessa hluti lengur þá bættist við andlegt ofbeldi. Hann var að refsa mér fyrir að taka ekki þátt í þessu sjálfviljug.“„Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn heima hjá mér. Ári seinna kærði ég hann.“„Ókunnugur maður kemur og biður mig um kveikjara. Þegar ég er að leita þá dregur hann mig á hárinu inn í húsasund. Ég berst á móti og næ að komast burt eftir langa baráttu.“„Ég var rifin í endaþarmi og leggöngum, áverkavottorðið var hræðilegt. Kæran var felld niður því að tveir menn sem voru teknir í viðtal neituðu og sannanirnar ekki nógu miklar.“„Þegar ég var að verða 17 ára var ég plötuð upp í sumarbústað af strák sem var „skotinn í mér“. Þegar ég kom upp í bústaðinn þá var strákurinn ekki þar, heldur allir vinir hans. Mér var nauðgað og það var tekið upp á vídeó.“„Mér var nauðgað af maka með vakandi barnið okkar í fanginu.“„Ég var 15 ára þegar eldri bróðir manneskju sem ég þekkti misnotaði mig. Hélt mér niðri og hélt svo fyrir munninn á mér svo enginn heyrði í mér á meðan hann fékk vilja sínum framgengt.“„Ég sagði ekki frá því ég skammaðist mín og ætlaði bara að bæla þetta niður þangað til ég myndi gleyma. Ég hlyti að gleyma þessu einhvern tímann… mikið sem ég hafði rangt fyrir mér.“„Hann neyddi mig upp í herbergi með sér, henti mér í rúm þannig að ég lá á maganum, þrýsti kodda á höfuðið á mér og hélt fyrir munninn á mér, tók mig úr buxunum og nauðgaði mér. Hjartað í mér stoppaði, ég sá engan tilgang með lífinu.“„Eftir að hafa lesið ykkar vitnisburði fékk ég loksins styrk til að segja mína sögu. Ég var beitt andlegu ofbeldi og hótunum af manni um 45 árum eldri en ég til að gera kynferðislega hluti við hann og svo til að lítillækka mig ennþá meira henti hann í mig pening eftir á og kallaði mig mellu.“„Mér var nauðgað á meðan barnið mitt var sofandi í rúminu sínu við hliðiná á því sem við vorum í og einnig var ég neydd til að hafa munnmök við mann sem var mikið eldri en ég þegar ég var 15 ára. Alla mína ævi hef ég farið í gegnum lífið haldandi að það væri mér að kenna að hlutirnir gerðust afþví ég kom mér í aðstæðurnar, ég veit að það er ekki satt. Eitt nei á að vera nóg! Þetta er ekki nema brot af því sem hefur komið fyrir mig en kjarkurinn í restina kemur kanski seinna. Takk fyrir ykkar sögur, þið hafið allar veitt mér ómetanlegan styrk einungis með því að stíga fram.“#þöggun Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Inni á Facebook-hópnum Beauty Tips hafa á síðasta sólarhring hundruð kvenna sem eru meðlimir hópsins deilt reynslu sinni af því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hópurinn er lokaður en meðlimir eru um 24 þúsund talsins. Sögunum hefur verið deilt undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Um sannkallaða byltingu er að ræða þar sem þolendur kynferðisofbeldis skila skömminni og margar eru að segja í fyrsta skipti frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir.„Ég skammaðist mín alltaf fyrir að hafa lent í þessu sem varð til þess að ég var með mjög lítið sjálfsálit,“ segir Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir, ein þeirra sem deildu reynslu sinni inni á Beauty Tips en áður hafði hún sagt sögu sína í Kvennablaðinu. Andreu var nauðgað þegar hún var unglingur en sagði engum frá, ekki fyrr en hún var áreitt af tveimur yfirmönnum sínum fyrir tveimur árum. „Það að segja frá losaði mig við mikla byrði í sálinni,“ segir Andrea sem á þrjár dætur. „Ég vil að dætur mínar alist upp í heimi sem er laus við þetta. Ég vil leggja allt mitt af mörkum til þess að þetta hætti.“ Andrea líkir frásögnum kvennanna á síðunni við byltingu. „Það verður að stoppa þetta og það þarf alltaf byltingu til að stoppa alla hluti. Við eigum ekki að sætta okkur við að kynferðisofbeldi sé til.“Sigríður Tinna Einarsdóttir.Sigríður Tinna Einarsdóttir sagði líka frá sinni reynslu. Hún segir blendnar tilfinningar hafa fylgt því að opinbera reynslu sína á þessum vettvangi. „Ég er búin að fara þrisvar að gráta í dag en er samt ótrúlega stolt af mér og öðrum. Orð skipta máli og þegar við stöndum saman þá verður allt auðveldara. Þegar það eru svona margar raddir þá tölum við svo hátt,“ segir Sigríður sem vonast til þess að þessi bylting verði til þess að sem flestir þolendur ofbeldis skili skömminni. „Ef mín frásögn hjálpar einni við að segja frá þá er tilganginum náð. Ég á tvær stelpur, tveggja og þriggja ára, og ég vona að þegar þær verði orðnar unglingar þá detti þeim aldrei í hug að þær þurfi að þegja yfir því ef einhver meiðir þær.“ Margar kvennanna voru að segja frá ofbeldinu í fyrsta skipti, einnig var áberandi að konurnar lýstu reynslu sinni af því að hafa kært en málið hafi verið fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum.Hér fyrir neðan má sjá brot úr frásögnum nokkurra kvennana:„Ég var 9 ára þegar stóri frændi minn, sem ég dýrkaði og dáði, misnotaði mig. Þegar ég loksins fann kjarkinn til að segja honum að ég vildi ekki gera þessa hluti lengur þá bættist við andlegt ofbeldi. Hann var að refsa mér fyrir að taka ekki þátt í þessu sjálfviljug.“„Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn heima hjá mér. Ári seinna kærði ég hann.“„Ókunnugur maður kemur og biður mig um kveikjara. Þegar ég er að leita þá dregur hann mig á hárinu inn í húsasund. Ég berst á móti og næ að komast burt eftir langa baráttu.“„Ég var rifin í endaþarmi og leggöngum, áverkavottorðið var hræðilegt. Kæran var felld niður því að tveir menn sem voru teknir í viðtal neituðu og sannanirnar ekki nógu miklar.“„Þegar ég var að verða 17 ára var ég plötuð upp í sumarbústað af strák sem var „skotinn í mér“. Þegar ég kom upp í bústaðinn þá var strákurinn ekki þar, heldur allir vinir hans. Mér var nauðgað og það var tekið upp á vídeó.“„Mér var nauðgað af maka með vakandi barnið okkar í fanginu.“„Ég var 15 ára þegar eldri bróðir manneskju sem ég þekkti misnotaði mig. Hélt mér niðri og hélt svo fyrir munninn á mér svo enginn heyrði í mér á meðan hann fékk vilja sínum framgengt.“„Ég sagði ekki frá því ég skammaðist mín og ætlaði bara að bæla þetta niður þangað til ég myndi gleyma. Ég hlyti að gleyma þessu einhvern tímann… mikið sem ég hafði rangt fyrir mér.“„Hann neyddi mig upp í herbergi með sér, henti mér í rúm þannig að ég lá á maganum, þrýsti kodda á höfuðið á mér og hélt fyrir munninn á mér, tók mig úr buxunum og nauðgaði mér. Hjartað í mér stoppaði, ég sá engan tilgang með lífinu.“„Eftir að hafa lesið ykkar vitnisburði fékk ég loksins styrk til að segja mína sögu. Ég var beitt andlegu ofbeldi og hótunum af manni um 45 árum eldri en ég til að gera kynferðislega hluti við hann og svo til að lítillækka mig ennþá meira henti hann í mig pening eftir á og kallaði mig mellu.“„Mér var nauðgað á meðan barnið mitt var sofandi í rúminu sínu við hliðiná á því sem við vorum í og einnig var ég neydd til að hafa munnmök við mann sem var mikið eldri en ég þegar ég var 15 ára. Alla mína ævi hef ég farið í gegnum lífið haldandi að það væri mér að kenna að hlutirnir gerðust afþví ég kom mér í aðstæðurnar, ég veit að það er ekki satt. Eitt nei á að vera nóg! Þetta er ekki nema brot af því sem hefur komið fyrir mig en kjarkurinn í restina kemur kanski seinna. Takk fyrir ykkar sögur, þið hafið allar veitt mér ómetanlegan styrk einungis með því að stíga fram.“#þöggun
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira