Gjaldeyrishöftin hert í bili Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. júní 2015 08:15 Frá þingfundi í gær. Vísir/Stefán Alþingi var kallað saman klukkan 22 í gærkvöldi til að samþykkja í flýti frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Frumvarpið er fyrirbyggjandi aðgerð og er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um gjaldeyrishöft áður en frumvarp fjármálaráðherra um 40 prósenta stöðugleikaskatt verður að lögum. Þau verða kynnt í dag. Því var nauðsynlegt að samþykkja lögin fyrir opnun markaða í dag. Seðlabanki Íslands kom að máli við stjórnvöld og óskaði eftir því að lögunum yrði breytt ekki síðar en fyrir opnun skrifstofu Seðlabankans í dag. Mikilvægasta ákvæðið í lögunum kveður á um breytingar á heimildum vegna samstæðulána og ábyrgða innan samstæðu, eða eins og segir í lögunum: „Nauðsynlegt þykir eigi að síður að sporna við þeim möguleika að aðilar innan samstæðna geti komist yfir erlendan gjaldeyri með lántökum og lánveitingum sín á milli til skamms tíma. Með því að taka lán í erlendum gjaldeyri frá öðru félagi innan sömu samstæðu, og selja innlendu fjármálafyrirtæki innlendan gjaldeyri fyrir erlendan til endurgreiðslu lánsins, getur félag sniðgengið almennt bann við gjaldeyrisviðskiptum.“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í gær eftir fund nefndarinnar að með frumvarpinu væri verið að varðveita þann stöðugleika sem hefði náðst. „Markmiðið er að sporna við mögulegri sniðgöngu á höftum. Þrátt fyrir það höfum við ekki áhyggjur af sniðgöngu.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Alþingi var kallað saman klukkan 22 í gærkvöldi til að samþykkja í flýti frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Frumvarpið er fyrirbyggjandi aðgerð og er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um gjaldeyrishöft áður en frumvarp fjármálaráðherra um 40 prósenta stöðugleikaskatt verður að lögum. Þau verða kynnt í dag. Því var nauðsynlegt að samþykkja lögin fyrir opnun markaða í dag. Seðlabanki Íslands kom að máli við stjórnvöld og óskaði eftir því að lögunum yrði breytt ekki síðar en fyrir opnun skrifstofu Seðlabankans í dag. Mikilvægasta ákvæðið í lögunum kveður á um breytingar á heimildum vegna samstæðulána og ábyrgða innan samstæðu, eða eins og segir í lögunum: „Nauðsynlegt þykir eigi að síður að sporna við þeim möguleika að aðilar innan samstæðna geti komist yfir erlendan gjaldeyri með lántökum og lánveitingum sín á milli til skamms tíma. Með því að taka lán í erlendum gjaldeyri frá öðru félagi innan sömu samstæðu, og selja innlendu fjármálafyrirtæki innlendan gjaldeyri fyrir erlendan til endurgreiðslu lánsins, getur félag sniðgengið almennt bann við gjaldeyrisviðskiptum.“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í gær eftir fund nefndarinnar að með frumvarpinu væri verið að varðveita þann stöðugleika sem hefði náðst. „Markmiðið er að sporna við mögulegri sniðgöngu á höftum. Þrátt fyrir það höfum við ekki áhyggjur af sniðgöngu.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37
Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12