Gjaldeyrishöftin hert í bili Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. júní 2015 08:15 Frá þingfundi í gær. Vísir/Stefán Alþingi var kallað saman klukkan 22 í gærkvöldi til að samþykkja í flýti frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Frumvarpið er fyrirbyggjandi aðgerð og er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um gjaldeyrishöft áður en frumvarp fjármálaráðherra um 40 prósenta stöðugleikaskatt verður að lögum. Þau verða kynnt í dag. Því var nauðsynlegt að samþykkja lögin fyrir opnun markaða í dag. Seðlabanki Íslands kom að máli við stjórnvöld og óskaði eftir því að lögunum yrði breytt ekki síðar en fyrir opnun skrifstofu Seðlabankans í dag. Mikilvægasta ákvæðið í lögunum kveður á um breytingar á heimildum vegna samstæðulána og ábyrgða innan samstæðu, eða eins og segir í lögunum: „Nauðsynlegt þykir eigi að síður að sporna við þeim möguleika að aðilar innan samstæðna geti komist yfir erlendan gjaldeyri með lántökum og lánveitingum sín á milli til skamms tíma. Með því að taka lán í erlendum gjaldeyri frá öðru félagi innan sömu samstæðu, og selja innlendu fjármálafyrirtæki innlendan gjaldeyri fyrir erlendan til endurgreiðslu lánsins, getur félag sniðgengið almennt bann við gjaldeyrisviðskiptum.“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í gær eftir fund nefndarinnar að með frumvarpinu væri verið að varðveita þann stöðugleika sem hefði náðst. „Markmiðið er að sporna við mögulegri sniðgöngu á höftum. Þrátt fyrir það höfum við ekki áhyggjur af sniðgöngu.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Alþingi var kallað saman klukkan 22 í gærkvöldi til að samþykkja í flýti frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Frumvarpið er fyrirbyggjandi aðgerð og er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um gjaldeyrishöft áður en frumvarp fjármálaráðherra um 40 prósenta stöðugleikaskatt verður að lögum. Þau verða kynnt í dag. Því var nauðsynlegt að samþykkja lögin fyrir opnun markaða í dag. Seðlabanki Íslands kom að máli við stjórnvöld og óskaði eftir því að lögunum yrði breytt ekki síðar en fyrir opnun skrifstofu Seðlabankans í dag. Mikilvægasta ákvæðið í lögunum kveður á um breytingar á heimildum vegna samstæðulána og ábyrgða innan samstæðu, eða eins og segir í lögunum: „Nauðsynlegt þykir eigi að síður að sporna við þeim möguleika að aðilar innan samstæðna geti komist yfir erlendan gjaldeyri með lántökum og lánveitingum sín á milli til skamms tíma. Með því að taka lán í erlendum gjaldeyri frá öðru félagi innan sömu samstæðu, og selja innlendu fjármálafyrirtæki innlendan gjaldeyri fyrir erlendan til endurgreiðslu lánsins, getur félag sniðgengið almennt bann við gjaldeyrisviðskiptum.“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í gær eftir fund nefndarinnar að með frumvarpinu væri verið að varðveita þann stöðugleika sem hefði náðst. „Markmiðið er að sporna við mögulegri sniðgöngu á höftum. Þrátt fyrir það höfum við ekki áhyggjur af sniðgöngu.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37
Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12