Útlendingaspilinu leikið út Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. júní 2015 08:00 Fyrir fjórum árum tók Thorning-Schmidt við forsætisráðherraembættinu af Rasmussen. Hann vonast nú til þess að hafa hlutverkaskipti aftur. VÍSIR/EPA Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira