Útlendingaspilinu leikið út Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. júní 2015 08:00 Fyrir fjórum árum tók Thorning-Schmidt við forsætisráðherraembættinu af Rasmussen. Hann vonast nú til þess að hafa hlutverkaskipti aftur. VÍSIR/EPA Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira