Hlutlausir áhorfendur eigin verka Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. júní 2015 07:00 Merkilega lítið fór fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra heilbrigðismála, í aðdraganda lagasetningar á verkföll Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélaga BHM. Svo lítið að hann flutti ekki einu sinni frumvarpið, heldur kollegi hans í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Það er merkilegt að metnaðargjarn stjórnmálamaður skuli láta setja sig jafn freklega til hliðar og Kristján Þór gerði í þessu máli, sem ber annaðhvort vott um yfirnáttúrulega auðmýkt eða tilhneigingu til að skorast undan ábyrgð. Skýrsla landlæknis um stöðuna er grundvallarplaggið sem liggur undir röksemdum ríkisstjórnarinnar fyrir lagasetningunni og á máli ráðherra og stjórnarliða má ljóst vera að það er fyrst og fremst hagur sjúklinga sem þeir segjast bera fyrir brjósti. Hvernig stendur þá á því að ráðherra þeirra málaflokks stendur ekki fyrir aðgerðum sem munu hafa bein áhrif á hans eigin málaflokk? Kristján Þór var spurður út í það á Alþingi í gær hvernig hann hygðist bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp og æ fleiri boðað uppsagnir, að yfirmenn heilbrigðisstofnana segja hrun yfirvofandi í íslenska heilbrigðiskerfinu. „Þetta er sá veruleiki sem stofnanir okkar í kerfinu standa frammi fyrir,“ sagði ráðherra, „með því er ég á engan hátt að vísa allri ábyrgð á þessari stöðu yfir til stofnana.“ Nei, ekki að fullu segir ráðherra, sem er þá að viðurkenna að hann geri það að einhverju leyti. Æðsti yfirmaður heilbrigðiskerfisins ætti kannski frekar að tala sem ráðherra í ríkisstjórn allrar þjóðarinnar, tala um vanda heilbrigðiskerfisins sem vanda okkar allra, ekki einhverra stofnana sem hægt er að gera embættismenn ábyrga fyrir. Þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi fjárveitingar til heilbrigðismála í gær, hvort þær væru nægar, hvort þyrfti að bæta í, kallaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra úr sæti sínu að það væri Alþingi sem færi með fjárlagavaldið. Þetta er athyglisverð yfirlýsing frá manninum sem í raun fer með samningsumboð við alla ríkisstarfsmenn, en framselur nefnd það umboð. Hvað átti fjármálaráðherra við með framíkallinu? Er hann að biðla til Alþingis um að fólk þar taki sig nú til og semji við hjúkrunarfræðinga? Leysi vandann í heilbrigðiskerfinu? Hefði ekki verið nær að hann og sessunautur hans í þingsal, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, ræddu þau mál, frekar en að hrópa að þingmanni Pírata að hann og félagar hans hafi fjárveitingavaldið? Lagasetning sem afnemur verkfallsrétt er grafalvarlegt mál. Að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á afleiðingum hennar er ekki síður alvarlegt mál. Forsætisráðherra sá sér ekki einu sinni fært að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu um málið. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki látið eins og þeir séu hlutlausir áhorfendur. Þeir verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið er það á ábyrgð ráðherranna. Ef starfsfólk ríkisins segir upp í hrönnum vegna óánægju er það á ábyrgð ráðherranna. Ef heilbrigðiskerfið ónýtist er það á ábyrgð ráðherranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Merkilega lítið fór fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra heilbrigðismála, í aðdraganda lagasetningar á verkföll Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélaga BHM. Svo lítið að hann flutti ekki einu sinni frumvarpið, heldur kollegi hans í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Það er merkilegt að metnaðargjarn stjórnmálamaður skuli láta setja sig jafn freklega til hliðar og Kristján Þór gerði í þessu máli, sem ber annaðhvort vott um yfirnáttúrulega auðmýkt eða tilhneigingu til að skorast undan ábyrgð. Skýrsla landlæknis um stöðuna er grundvallarplaggið sem liggur undir röksemdum ríkisstjórnarinnar fyrir lagasetningunni og á máli ráðherra og stjórnarliða má ljóst vera að það er fyrst og fremst hagur sjúklinga sem þeir segjast bera fyrir brjósti. Hvernig stendur þá á því að ráðherra þeirra málaflokks stendur ekki fyrir aðgerðum sem munu hafa bein áhrif á hans eigin málaflokk? Kristján Þór var spurður út í það á Alþingi í gær hvernig hann hygðist bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp og æ fleiri boðað uppsagnir, að yfirmenn heilbrigðisstofnana segja hrun yfirvofandi í íslenska heilbrigðiskerfinu. „Þetta er sá veruleiki sem stofnanir okkar í kerfinu standa frammi fyrir,“ sagði ráðherra, „með því er ég á engan hátt að vísa allri ábyrgð á þessari stöðu yfir til stofnana.“ Nei, ekki að fullu segir ráðherra, sem er þá að viðurkenna að hann geri það að einhverju leyti. Æðsti yfirmaður heilbrigðiskerfisins ætti kannski frekar að tala sem ráðherra í ríkisstjórn allrar þjóðarinnar, tala um vanda heilbrigðiskerfisins sem vanda okkar allra, ekki einhverra stofnana sem hægt er að gera embættismenn ábyrga fyrir. Þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi fjárveitingar til heilbrigðismála í gær, hvort þær væru nægar, hvort þyrfti að bæta í, kallaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra úr sæti sínu að það væri Alþingi sem færi með fjárlagavaldið. Þetta er athyglisverð yfirlýsing frá manninum sem í raun fer með samningsumboð við alla ríkisstarfsmenn, en framselur nefnd það umboð. Hvað átti fjármálaráðherra við með framíkallinu? Er hann að biðla til Alþingis um að fólk þar taki sig nú til og semji við hjúkrunarfræðinga? Leysi vandann í heilbrigðiskerfinu? Hefði ekki verið nær að hann og sessunautur hans í þingsal, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, ræddu þau mál, frekar en að hrópa að þingmanni Pírata að hann og félagar hans hafi fjárveitingavaldið? Lagasetning sem afnemur verkfallsrétt er grafalvarlegt mál. Að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á afleiðingum hennar er ekki síður alvarlegt mál. Forsætisráðherra sá sér ekki einu sinni fært að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu um málið. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki látið eins og þeir séu hlutlausir áhorfendur. Þeir verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið er það á ábyrgð ráðherranna. Ef starfsfólk ríkisins segir upp í hrönnum vegna óánægju er það á ábyrgð ráðherranna. Ef heilbrigðiskerfið ónýtist er það á ábyrgð ráðherranna.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun