Skjóðuleg hagfræði Ásgeir Daníelsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Í Markaðinum, kálfi Fréttablaðsins, 17. júní sl., er pistill undir yfirskriftinni „Skjóðan“. Þessi pistill inniheldur harða gagnrýni á Seðlabankann og vaxtahækkunina 10. júní. Auðvitað orkar allt tvímælis þá gjört er og nauðsynlegt að fjölmiðlar landsins veiti Seðlabankanum aðhald. En stundum þurfa fjölmiðlar líka aðhald.Eftirspurnar- og kostnaðarverðbólga Höfundur Skjóðunnar segir að „[g]rundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar“ og bætir við að „[í] kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta.“ Vandinn er að vextir eru kostnaður fyrirtækja og því þurfa þau að „hækka vöruverð enn meira en ella“. Það er rétt að vextir eru kostnaðarþáttur en vextir hafa líka áhrif á eftirspurn. Í þeim líkönum sem seðlabankar heimsins styðjast við er það nær alltaf niðurstaðan að hækkun (raun)vaxta lækkar verðbólgu. Það er nokkuð augljóst að launabreytingar hafa áhrif á kostnað fyrirtækja og einnig eftirspurn. Höfundur Skjóðunnar telur hins vegar að sú „óhjákvæmilega“ aukning verðbólgunnar sem leiði af kjarasamningunum sé alfarið vegna aukins kostnaðar fyrirtækja og fullyrðir: „Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu.“ Þetta er skrítin fullyrðing. Er ekki nærtækt að ætla að framfærsluvandi stórs hluta heimila leiði til þess að fólk noti það svigrúm sem launahækkanirnar gefa til að auka neyslu frekar en að það spari mestan hluta af hækkun launanna? Sú niðurstaða er í samræmi við nýjustu rannsóknir á þessu sviði í öðrum vestrænum löndum þar sem menn horfa meir en áður til áhrifa tekjuskiptingar á eftirspurnina. Það er mat Seðlabankans að eftirspurnin í hagkerfinu sé að verða meiri en framleiðslugetan. Við þær aðstæður hefur vaxtahækkun lítil áhrif á hagvöxt og atvinnu en getur hins vegar dregið úr verðbólgu þannig að kaupmáttur launa verði meiri en ella.Vaxtamunaviðskipti Höfundur Skjóðunnar bendir á að hækkun innlendra vaxta hvetji til vaxtamunaviðskipta. Fleira spilar þarna inn í sbr. að Danir hafa glímt við mikið innflæði skammtímafjár að undanförnu þrátt fyrir neikvæða nafnvexti og hér óttast flestir fjármagnsflótta krónueigna þegar höftum verði aflétt þrátt fyrir mikinn vaxtamun. Stjórnun peningamála í litlu opnu hagkerfi er vissulega vandasöm en sú fullyrðing að „hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans“ á árunum fyrir fall bankanna er mjög misvísandi svo ekki sé meira sagt. Á árunum 2005-2008 gáfu erlendar fjármálastofnanir út jöklabréf sem þeir seldu erlendum aðilum, keyptu krónur til að tryggja sig gegn gengishækkun krónunnar og lánuðu féð til íslenskra aðila. Fjárhæð útistandandi jöklabréfa varð hæst í ágúst 2007 þegar hún nam 441 ma.kr. eða fjórðungi landsframleiðslunnar. Bankarnir skulduðu Seðlabankanum hundruð ma.kr. á þessum árum þrátt fyrir háa vexti. Hæst var skuldin í september 2008 þegar hún nam 456 ma.kr. Þess vegna er því sums staðar haldið fram, t.d. í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að vextir Seðlabankans hafi verið of lágir en ekki of háir á þessum tíma. Það er langt í frá að allir hafi farið yfir í lán í erlendri mynt/gengistryggð lán. Ef miðað er við tímabilið frá júní 2004 til júní 2007 jukust útlán innlánsstofnana til heimila um 562 ma.kr. Þar af nam aukning í gengistengdum lánum 83 ma.kr. en aukning í lánum í krónum var 479 ma.kr. Fyrirtækin tóku meira af lánum í erlendri mynt en gerðu það einnig áður en þenslan byrjaði. Á árunum 2003-2005 voru gengistengd lán um 57% af öllum lánum innlánsstofnana til fyrirtækja annarra en eignarhaldsfélaga en þá voru gengistengd lán innlánsstofnana til heimila 1-2% af öllum lánum. Þessi hlutföll fóru í 65% og 8% um mitt ár 2007 og í 75% og 17% í september 2008 eftir mikla lækkun á gengi krónunnar. Vissulega leiddu vaxtamunaviðskiptin til „stórfelldra“ erlendra lána til íslenskra aðila, mest banka, í krónum, en ef við miðum við ágúst 2007 þegar fjárhæð útgefinna jöklabréfa nam 441 ma.kr. voru erlendar skuldir innlánsstofnana 5.128 ma.kr. og höfðu aukist um 881 ma.kr. frá lokum ársins 2006, sem sýnir að erlend fjármögnun íslenska bankakerfisins í erlendum myntum var margfalt meiri. Þar lá vandinn.Skoðanir í þessari grein þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Markaðinum, kálfi Fréttablaðsins, 17. júní sl., er pistill undir yfirskriftinni „Skjóðan“. Þessi pistill inniheldur harða gagnrýni á Seðlabankann og vaxtahækkunina 10. júní. Auðvitað orkar allt tvímælis þá gjört er og nauðsynlegt að fjölmiðlar landsins veiti Seðlabankanum aðhald. En stundum þurfa fjölmiðlar líka aðhald.Eftirspurnar- og kostnaðarverðbólga Höfundur Skjóðunnar segir að „[g]rundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar“ og bætir við að „[í] kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta.“ Vandinn er að vextir eru kostnaður fyrirtækja og því þurfa þau að „hækka vöruverð enn meira en ella“. Það er rétt að vextir eru kostnaðarþáttur en vextir hafa líka áhrif á eftirspurn. Í þeim líkönum sem seðlabankar heimsins styðjast við er það nær alltaf niðurstaðan að hækkun (raun)vaxta lækkar verðbólgu. Það er nokkuð augljóst að launabreytingar hafa áhrif á kostnað fyrirtækja og einnig eftirspurn. Höfundur Skjóðunnar telur hins vegar að sú „óhjákvæmilega“ aukning verðbólgunnar sem leiði af kjarasamningunum sé alfarið vegna aukins kostnaðar fyrirtækja og fullyrðir: „Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu.“ Þetta er skrítin fullyrðing. Er ekki nærtækt að ætla að framfærsluvandi stórs hluta heimila leiði til þess að fólk noti það svigrúm sem launahækkanirnar gefa til að auka neyslu frekar en að það spari mestan hluta af hækkun launanna? Sú niðurstaða er í samræmi við nýjustu rannsóknir á þessu sviði í öðrum vestrænum löndum þar sem menn horfa meir en áður til áhrifa tekjuskiptingar á eftirspurnina. Það er mat Seðlabankans að eftirspurnin í hagkerfinu sé að verða meiri en framleiðslugetan. Við þær aðstæður hefur vaxtahækkun lítil áhrif á hagvöxt og atvinnu en getur hins vegar dregið úr verðbólgu þannig að kaupmáttur launa verði meiri en ella.Vaxtamunaviðskipti Höfundur Skjóðunnar bendir á að hækkun innlendra vaxta hvetji til vaxtamunaviðskipta. Fleira spilar þarna inn í sbr. að Danir hafa glímt við mikið innflæði skammtímafjár að undanförnu þrátt fyrir neikvæða nafnvexti og hér óttast flestir fjármagnsflótta krónueigna þegar höftum verði aflétt þrátt fyrir mikinn vaxtamun. Stjórnun peningamála í litlu opnu hagkerfi er vissulega vandasöm en sú fullyrðing að „hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans“ á árunum fyrir fall bankanna er mjög misvísandi svo ekki sé meira sagt. Á árunum 2005-2008 gáfu erlendar fjármálastofnanir út jöklabréf sem þeir seldu erlendum aðilum, keyptu krónur til að tryggja sig gegn gengishækkun krónunnar og lánuðu féð til íslenskra aðila. Fjárhæð útistandandi jöklabréfa varð hæst í ágúst 2007 þegar hún nam 441 ma.kr. eða fjórðungi landsframleiðslunnar. Bankarnir skulduðu Seðlabankanum hundruð ma.kr. á þessum árum þrátt fyrir háa vexti. Hæst var skuldin í september 2008 þegar hún nam 456 ma.kr. Þess vegna er því sums staðar haldið fram, t.d. í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að vextir Seðlabankans hafi verið of lágir en ekki of háir á þessum tíma. Það er langt í frá að allir hafi farið yfir í lán í erlendri mynt/gengistryggð lán. Ef miðað er við tímabilið frá júní 2004 til júní 2007 jukust útlán innlánsstofnana til heimila um 562 ma.kr. Þar af nam aukning í gengistengdum lánum 83 ma.kr. en aukning í lánum í krónum var 479 ma.kr. Fyrirtækin tóku meira af lánum í erlendri mynt en gerðu það einnig áður en þenslan byrjaði. Á árunum 2003-2005 voru gengistengd lán um 57% af öllum lánum innlánsstofnana til fyrirtækja annarra en eignarhaldsfélaga en þá voru gengistengd lán innlánsstofnana til heimila 1-2% af öllum lánum. Þessi hlutföll fóru í 65% og 8% um mitt ár 2007 og í 75% og 17% í september 2008 eftir mikla lækkun á gengi krónunnar. Vissulega leiddu vaxtamunaviðskiptin til „stórfelldra“ erlendra lána til íslenskra aðila, mest banka, í krónum, en ef við miðum við ágúst 2007 þegar fjárhæð útgefinna jöklabréfa nam 441 ma.kr. voru erlendar skuldir innlánsstofnana 5.128 ma.kr. og höfðu aukist um 881 ma.kr. frá lokum ársins 2006, sem sýnir að erlend fjármögnun íslenska bankakerfisins í erlendum myntum var margfalt meiri. Þar lá vandinn.Skoðanir í þessari grein þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun